Enski boltinn

Mancini: Erfiðara að verja titilinn en vinna hann

vísir/getty
Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að það verði erfiðara að verja enska meistaratitilinn en að vinna hann og var nú frekar erfitt fyrir liðið að vinna titilinn á síðustu leiktíð.

Mancini viðurkennir að það hafi verið vandræðagangur á hans liði í upphafi leiktíðar en hann segir að allt sé á réttri leið.

"Við spiluðum oft vel í fyrra en höfum ekki náð að fylgja því nógu vel eftir. Það er eðlilegt enda alltaf erfiðara að verja titilinn," sagði Mancini.

"Það er aukin pressa í hverjum leik því allir búast við að liðið spili eins vel og stundum er það bara ómögulegt. Við höfum átt í smá vandræðum en verðum betri.

"Við höfum skipt út nokkrum leikmönnum þannig að ég er ekkert hissa á smá vandræðagangi. Þetta hefur ekki verið neitt stórslys samt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×