Norðmenn gera Ísland að olíuríki með sögulegum sáttmála Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2012 22:41 Noregur ætlar að gera Ísland að olíuríki. Íslendingum hjálpað til að verða ríkir. Svo segir í fyrirsögn í frétt á viðskiptasíðu Verdens gang, útbreiddasta blaðs Noregs, í dag í tilefni væntanlegrar undirritunar samnings þjóðanna í næstu viku um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Samningnum er lýst sem sögulegum fyrir Noreg þar sem með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. Svo merk segir blaðið þessi tímamót að norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe hafi ákveðið að gera sér sérstaka ferð til Íslands til að vera við undirritunina þann 4. janúar „til að varpa ljóma á atburðinn", eins og það er orðað, en greint var frá heimsókninni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki aðeins muni Íslendingar fá norska hjálp heldur verði hún veitt af fremstu sérfræðingum sem norska ríkið geti boðið upp á; frá ríkisolíufélaginu Petoro. Íslendingar muni nú fá að njóta góðs af sérþekkingu norska olíurisans. VG vitnar í talsmann Petoro, Sveinung Sletten, sem segir að Norðurslóðir kunni að geyma mestu ófundnu olíulindir jarðar. Þær séu minna rannsakaðar en önnur olíusvæði og því sé óvissan mikil. Ekkert sé hægt að fullyrða um möguleg verðmæti meðan engar boranir hafi farið fram.Fleiri norskir fjölmiðlar fjalla um málið í dag, þeirra á meðal olíuvefmiðillinn Offshore, undir fyrirsögninni „Sögulegur olíusamningur við Ísland". Tengdar fréttir Norski olíumálaráðherrann kemur vegna Drekaleyfanna Olíumálaráðherra Noregs kemur til Íslands í næstu viku, ásamt tíu manna sendinefnd, til að vera við athöfn þegar fyrstu olíuvinnsluleyfin í íslenskri lögsögu verða gefin út. Noregur er fimmta mesta olíuútflutningsríki jarðar, þar er olíuiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin, og embætti olíumálaráðherrans eitt það áhrifamesta í landinu. 28. desember 2012 18:44 Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Stórþingið samþykkti einróma að leita olíu með Íslendingum Norska Stórþingið samþykkti einróma þátttöku norska ríkisins í olíuleit og olíuvinnslu í lögsögu Íslands á Drekasvæðinu. Orkumálastjóri segir þetta með stærstu atburðum í olíumálum Íslendinga til þessa. Ríkisstjórn Noregs var áður búin að samþykkja fyrir sitt leyti á ríkisstjórnarfundi að norska ríkið nýtti sér ákvæði Jan Mayen-samkomulagsins um 25% þátttöku í sérleyfum á Drekasvæðinu. 19. desember 2012 18:35 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Noregur ætlar að gera Ísland að olíuríki. Íslendingum hjálpað til að verða ríkir. Svo segir í fyrirsögn í frétt á viðskiptasíðu Verdens gang, útbreiddasta blaðs Noregs, í dag í tilefni væntanlegrar undirritunar samnings þjóðanna í næstu viku um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Samningnum er lýst sem sögulegum fyrir Noreg þar sem með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. Svo merk segir blaðið þessi tímamót að norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe hafi ákveðið að gera sér sérstaka ferð til Íslands til að vera við undirritunina þann 4. janúar „til að varpa ljóma á atburðinn", eins og það er orðað, en greint var frá heimsókninni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki aðeins muni Íslendingar fá norska hjálp heldur verði hún veitt af fremstu sérfræðingum sem norska ríkið geti boðið upp á; frá ríkisolíufélaginu Petoro. Íslendingar muni nú fá að njóta góðs af sérþekkingu norska olíurisans. VG vitnar í talsmann Petoro, Sveinung Sletten, sem segir að Norðurslóðir kunni að geyma mestu ófundnu olíulindir jarðar. Þær séu minna rannsakaðar en önnur olíusvæði og því sé óvissan mikil. Ekkert sé hægt að fullyrða um möguleg verðmæti meðan engar boranir hafi farið fram.Fleiri norskir fjölmiðlar fjalla um málið í dag, þeirra á meðal olíuvefmiðillinn Offshore, undir fyrirsögninni „Sögulegur olíusamningur við Ísland".
Tengdar fréttir Norski olíumálaráðherrann kemur vegna Drekaleyfanna Olíumálaráðherra Noregs kemur til Íslands í næstu viku, ásamt tíu manna sendinefnd, til að vera við athöfn þegar fyrstu olíuvinnsluleyfin í íslenskri lögsögu verða gefin út. Noregur er fimmta mesta olíuútflutningsríki jarðar, þar er olíuiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin, og embætti olíumálaráðherrans eitt það áhrifamesta í landinu. 28. desember 2012 18:44 Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Stórþingið samþykkti einróma að leita olíu með Íslendingum Norska Stórþingið samþykkti einróma þátttöku norska ríkisins í olíuleit og olíuvinnslu í lögsögu Íslands á Drekasvæðinu. Orkumálastjóri segir þetta með stærstu atburðum í olíumálum Íslendinga til þessa. Ríkisstjórn Noregs var áður búin að samþykkja fyrir sitt leyti á ríkisstjórnarfundi að norska ríkið nýtti sér ákvæði Jan Mayen-samkomulagsins um 25% þátttöku í sérleyfum á Drekasvæðinu. 19. desember 2012 18:35 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Norski olíumálaráðherrann kemur vegna Drekaleyfanna Olíumálaráðherra Noregs kemur til Íslands í næstu viku, ásamt tíu manna sendinefnd, til að vera við athöfn þegar fyrstu olíuvinnsluleyfin í íslenskri lögsögu verða gefin út. Noregur er fimmta mesta olíuútflutningsríki jarðar, þar er olíuiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin, og embætti olíumálaráðherrans eitt það áhrifamesta í landinu. 28. desember 2012 18:44
Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44
Stórþingið samþykkti einróma að leita olíu með Íslendingum Norska Stórþingið samþykkti einróma þátttöku norska ríkisins í olíuleit og olíuvinnslu í lögsögu Íslands á Drekasvæðinu. Orkumálastjóri segir þetta með stærstu atburðum í olíumálum Íslendinga til þessa. Ríkisstjórn Noregs var áður búin að samþykkja fyrir sitt leyti á ríkisstjórnarfundi að norska ríkið nýtti sér ákvæði Jan Mayen-samkomulagsins um 25% þátttöku í sérleyfum á Drekasvæðinu. 19. desember 2012 18:35
Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36