Enski boltinn

Pardew: Di Matteo gerði ekkert rangt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle.
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur tjáð sig um brottrekstur Roberto Di Matteo í viðtali við BBC en hann skilur ekkert í því af hverju Ítalinn var látinn fjúka.

„Þetta er ótrúlegt og sýnir bara hversu ótryggt starfsumhverfi stjóra er í ensku úrvalsdeildinni. Við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut," sagði Alan Pardew.

„Það er mín skoðun að Di Matteo hafi ekki gert neitt rangt. Hann ætlaði sér að breyta leikstíl liðsins og það gerist ekki á einni nóttu. Hann vann tvo titla á innan við ári í starfi þannig að þetta er óskiljanlegt," sagði Pardew.

Stólinn hans Alan Pardew er farinn að hitna en liðið hefur tapað tveimur í röð ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og sigrarnir eru aðeins 4 í undanförnum fimmtán leikjum liðsins í öllum keppnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×