Enski boltinn

Lambert dæmdur í eins leiks bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Lambert, stjóri Aston Villa.
Paul Lambert, stjóri Aston Villa.
Paul Lambert, stjóri Aston Villa, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af enska knattspyrnusambandinu vegna ummæla sinna eftir 5-0 tapleikinn á móti Manchester City um síðustu helgi.

Lambert var mjög ósáttur með dómgæsluna í leiknum og drullaði yfir dómarann eftir leik. Hann hefur ákveðið að sætta sig við dóminn og mun því taka bannið út í leik á móti Arsenal um komandi helgi.

Lambert þarf einnig að borga 8000 þúsund pund í sekt sem er rúmlega 1,6 milljónir íslenskra króna.

Aston Villa hefur aðeins náð í níu stig í fyrstu tólf leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og situr eins og er í fallsæti. 1-0 sigur liðsins á Sunderland 3. nóvember síðastliðinn er eini deildarsigur liðsins frá því um miðjan september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×