Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson voru báðir í vörn nýliða Hønefoss í dag þegar liðið tók á móti toppliði Strømsgodset í efstu deild Noregs. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Íslendingaliðið var óheppið að vinna ekki leikinn.
Hønefoss komust yfir snemma í leiknum með marki frá Riku Riski og héldu þeir forystunni þangað til á 88. mínútu þegar toppliðinu tókst að jafna metin.
Nýliðar Hønefoss hafa staðið sig frábærlega á tímabilinu en liðið situr í 5. sæti deildarinnar eftir leikinn í dag.
Hønefoss nálægt því að landa óvæntum sigri
Stefán Hirst Friðriksson skrifar

Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn



„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti