Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla í fótbolta, er búinn að velja hópinn sinn fyrir leiki á móti Aserum og Norðmönnum í undankeppni EM. Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.
Eyjólfur velur þrjá nýliða að þessu sinni en það eru Skagamennirnir Árni Snær Ólafsson og Einar Logi Einarsson og KR-ingurinn Haukur Heiðar Hauksson. Haukur Heiðar og Einar Logi eru bakverðir en Árni Snær er markmaður.
Íslendingar eru í neðsta sæti í riðlinum með þrjú stig eftir fimm leiki. Aserar unnu fyrri leik liðanna ytra 29. febrúar síðastliðinn og hafa stigi meira. Norðmenn eru með sjö stig eftir fjóra leiki og eru í þriðja sæti riðilsins en þeir unnu 2-0 sigur á Kópavogsvelli á síðasta ári.
Hópurinn:
Markmenn
Arnar Darri Pétursson, Stjörnunni
Ásgeir Þór Magnússon, Val
Árni Snær Ólafsson, ÍA
Varnarmenn
Hólmar Örn Eyjólfsson, VFL Bochum
Jóhann Laxdal, Stjarnan
Kristinn Jónsson, Breiðablik
Eiður Aron Sigurbjörnsson, Örebro
Hörður Björgvin Magnússon, Juventus
Einar Logi Einarsson, ÍA
Haukur Heiðar Hauksson, KR
Miðjumenn
Finnur Orri Margeirsson, Breiðablik
Guðlaugur Victor Pálsson, N.Y Red Bulls
Björn Daníel Sverrisson, FH
Kristinn Steindórsson, Halmstad
Jón Daði Böðvarsson, Selfoss
Rúnar Már S Sigurjónsson, Val
Sóknarmenn
Björn Bergmann Sigurðarson, Lilleström
Aron Jóhannsson, AGF
Þorsteinn Már Ragnarsson, KR
