Strauss-Kahn sætir sjálfsvígseftirliti Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. maí 2011 18:45 Gordon Brown hefur verið nefndur sem næsti forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstaklega er fylgst með Dominique Strauss-Kahn til að tryggja að hann taki ekki eigið líf í fangelsinu á Rikers-eyju. Strauss-Kahn hefur verið afskrifaður sem frambjóðandi í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári. Sama hver niðurstaðan í sakamálinu á hendur honum verður. Hann dvelst nú í einangrun í fangelsinu á Rikers-eyju en hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu. „Hann er í gæsluvarðhaldi. Hann sætir sjálfsvígseftirliti af hálfu heilbrigðisstarfsmanns. Við komuna hingað mátu læknar og sálfræðingar hann og töldu nauðsynlegt að hann sætti sjálfsvígseftirliti," segir Norman Seabrook, fangavörður á Rikers-eyju. Strauss-Kahn sem á við svefnvandamál að stríða er líka með sérstaka öndunargrímu og hylki í klefanum sínum, svokallað C-PAP, sem hann setur á sig þegar hann þarf að sofa. Strauss-Kahn hefur ekki áður verið ákærður fyrir nauðgun eða ofbeldi. Hann hefur hins vegar viðurkennt kvensemi sína og sagt að hún gæti komið sér í koll. Í viðtali við Liberation sem tekið var í apríl og birtist fyrst í vikunni segir hann að þrír hlutir kunni að há honum í baráttu um embætti forseta Frakklands; peningar, kvensemi og sú staðreynd að hann er gyðingur. Strauss-Kahn segir að árum saman hafi verið rætt um ætlaðar myndir af honum í kynlífsorgíum, en þessar myndir hafi aldrei birst. New York Times segir að fólk í kringum Strauss-Kahn hafi árum saman litið framhjá að því er virðist stjórnlausri kvensemi hans, vegna gáfna hans, sjarma og vinnusemi. Arftaki Strauss-Kahns hjá AGS hefur ekki enn verið ráðinn, en Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ráða þyrfti a.m.k tímabundið í starfið því Strauss-Kahn ætti ekki afturkvæmt í embættið eftir ásakanirnar. Gordon Brown hefur verið nefndur sem arftaki hans, en hann þykir umdeildur og sagði Anders Borg, fjármálaráðherra Svía, sagði í dag að hann væri ekki rétti maðurinn í starfið. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira
Gordon Brown hefur verið nefndur sem næsti forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstaklega er fylgst með Dominique Strauss-Kahn til að tryggja að hann taki ekki eigið líf í fangelsinu á Rikers-eyju. Strauss-Kahn hefur verið afskrifaður sem frambjóðandi í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári. Sama hver niðurstaðan í sakamálinu á hendur honum verður. Hann dvelst nú í einangrun í fangelsinu á Rikers-eyju en hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu. „Hann er í gæsluvarðhaldi. Hann sætir sjálfsvígseftirliti af hálfu heilbrigðisstarfsmanns. Við komuna hingað mátu læknar og sálfræðingar hann og töldu nauðsynlegt að hann sætti sjálfsvígseftirliti," segir Norman Seabrook, fangavörður á Rikers-eyju. Strauss-Kahn sem á við svefnvandamál að stríða er líka með sérstaka öndunargrímu og hylki í klefanum sínum, svokallað C-PAP, sem hann setur á sig þegar hann þarf að sofa. Strauss-Kahn hefur ekki áður verið ákærður fyrir nauðgun eða ofbeldi. Hann hefur hins vegar viðurkennt kvensemi sína og sagt að hún gæti komið sér í koll. Í viðtali við Liberation sem tekið var í apríl og birtist fyrst í vikunni segir hann að þrír hlutir kunni að há honum í baráttu um embætti forseta Frakklands; peningar, kvensemi og sú staðreynd að hann er gyðingur. Strauss-Kahn segir að árum saman hafi verið rætt um ætlaðar myndir af honum í kynlífsorgíum, en þessar myndir hafi aldrei birst. New York Times segir að fólk í kringum Strauss-Kahn hafi árum saman litið framhjá að því er virðist stjórnlausri kvensemi hans, vegna gáfna hans, sjarma og vinnusemi. Arftaki Strauss-Kahns hjá AGS hefur ekki enn verið ráðinn, en Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ráða þyrfti a.m.k tímabundið í starfið því Strauss-Kahn ætti ekki afturkvæmt í embættið eftir ásakanirnar. Gordon Brown hefur verið nefndur sem arftaki hans, en hann þykir umdeildur og sagði Anders Borg, fjármálaráðherra Svía, sagði í dag að hann væri ekki rétti maðurinn í starfið.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira