Sigmundur Davíð ekki hættur í megrun - 5,6 kíló farin

„Obbobbobb. Ég sat fastur í thinginu allan gærdaginn og fram yfir 1 í nótt og gleymdi að færa inn nýjustu tölur. Þetta hefur þegar valdið smá hneyksli (sjá t.d. að neðan). Ekki seinna vænna að bæta úr. Nýjustu tölur: 102,4 kg," segir hann í stöðuuppfærslu sinni á Facebook nú fyrir nokkrum mínútum.
Það er á pari við það sem Vísir sagði frá í morgun en þá var því spáð að hann væri um 102 kíló því hann hefur misst að meðaltali um 2 kíló á viku.
Í heildina hefur hann því misst 5,6 kíló á þremur vikum.
Einn mánuður er eftir af átakinu, sem hann kallar Íslenska-kúrinn. Ef fram heldur sem horfir verður Sigmundur þá orðin um 100 kíló að þyngd næsta mánudag - sem verður að teljast nokkuð góður árangur á fjórum vikum.
Tengdar fréttir

Læknir Sigmundar rökstyðji ummæli sín eða dragi þau til baka
Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur gerir verulegar athugasemdir við fullyrðingar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sett fram opinberlega varðandi megrunarkúr sem hann hefur hafið.

Sigmundur Davíð grennist hratt - sex kíló farin
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og þingmaður, hefur misst tvö kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um viku síðan. Þegar átakið hófst var hann 108 kíló en er nú 106 kíló.

Gæti verið 80 kíló um jólin - tvö kíló fara að meðaltali á viku
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur misst 1,9 kíló frá því á mánudaginn. Hann hefur því misst tæplega fjögur kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir tveimur vikum síðan.

Sigmundur Davíð hættur í megrun?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem gaf það út fyrir þremur vikum síðan að hann væri farinn í megrun, birti ekki tölur um þyngd sína í gær - líkt og hann sagðist ætla að gera alla mánudaga. Menn velta því nú fyrir sér hvort að hann sé hættur í átakinu.

Sigmundur Davíð er 108 kíló og ætlar í megrun
„Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megrunarkúr sem ég hlýt að kalla íslenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslenskan mat," skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á heimasíðu sína.