Innlent

Sigmundur Davíð grennist hratt - sex kíló farin

Boði Logason skrifar
Sigmundur Davíð er nú 106 kíló og hefur misst tvö kíló á einni viku.
Sigmundur Davíð er nú 106 kíló og hefur misst tvö kíló á einni viku. Mynd úr safni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og þingmaður, hefur misst tvö kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um viku síðan. Þegar átakið hófst var hann 108 kíló en er nú 106 kíló.

Sigmundur Davíð byrjaði á megrunarkúr í síðustu viku en hann felst í því að borða einungis íslenskan mat. Hann sagði á heimasíðu sinni fyrir viku síðan að hann myndi birta þyngdarmælingu á mánudögum næsta mánuðinn. Engin færsla kom þó inn á heimasíðuna í gær

Á Facebook-síðu hans fannst svo stöðuuppfærsla frá því í gærmorgun en þar segir hann frá því að tvö kíló séu fokin. „Hefði líklega farið undir 106 ef ég hefði verið búinn að raka mig. Það eru þá komin 6 kg. frá því að tilraunir hófust og 2 frá því ég byrjaði á íslenska kúrnum,“ sagði Sigmundur á samskiptavefnum.

Jafnframt tekur hann fram að ábendingar streyma að og hann sé enn að uppgötva nýja kosti íslenskrar fæðu. Og skilur svo Facebook-vini sína eftir með orðunum: „Nánar um það síðar.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×