Innlent

Sigmundur Davíð hættur í megrun?

Boði Logason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Mynd úr safni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem gaf það út fyrir þremur vikum síðan að hann væri farinn í megrun, birti ekki tölur um þyngd sína í gær - líkt og hann sagðist ætla að gera alla mánudaga. Menn velta því nú fyrir sér hvort að hann sé hættur í átakinu.

Ekkert hefur bólað á nýjum tölum, hvorki á heimasíðu eða Facebook-síðu hans. Á heimasíðunni er síðasta færsla frá því 1. september og síðasta stöðuuppfærsla á samskiptavefnum er frá því mánudaginn 5. september, en þá tjáði hann vinum sínum að hann væri orðin 104,1 kíló. Þá var þriðji mánudagurinn í vigtun og tæplega fjögur kíló farin.

Í gær átti svo næsta mæling að vera birt, en hann sagði við upphaf megrunarinnar að til að veita sér aðhald ætlaði hann að birta þyngdarmælingu á mánudögum næsta mánuðinn. En engar tölur komu.

Mánudagurinn 22. ágúst: 108 kíló

Mánudagurinn 29. ágúst: 106 kíló

Mánudagurinn 5. september: 104,1 kíló

Mánudagurinn 12. september: Engar tölur

Samkvæmt tölum síðustu vikna ætti hann að vera orðin um 102 kíló því um tvö kíló hafa fokið af honum að meðaltali á viku.

Sigmundur var að vinna langt fram eftir í gærkvöldi og var í þingsal að ræða um stjórnlagaráðið þannig hann hefur eflaust ekki haft tíma til að stíga á vigtina.

Nú er bara að bíða og sjá hvort að þingmaðurinn birti tölur í dag - degi síðar en hann sagði upphaflega.

Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar til að fá útskýringar á töluleysinu.

Uppfært: Sigmundur Davíð birti nýjar tölur eftir frétt Vísis.


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð grennist hratt - sex kíló farin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og þingmaður, hefur misst tvö kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um viku síðan. Þegar átakið hófst var hann 108 kíló en er nú 106 kíló.

Sigmundur Davíð er 108 kíló og ætlar í megrun

„Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megrunarkúr sem ég hlýt að kalla íslenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslenskan mat," skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á heimasíðu sína.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×