Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2011 15:45 Ólafur á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. Tilkynnt var á blaðamannafundi KSÍ í dag að Ólafur myndi ljúka störfum hjá KSÍ þegar núverandi samningur hans rennur út, það er eftir að undankeppni EM 2012 lýkur. Vísir spurði Ólaf hvort að hann hafi íhugað að hætta strax þegar honum var tilkynnt um þessa niðurstöðu. „Nei,“ sagði hann einfaldlega og vildi ekki fara nánar út í þessa sálma. „Ég tel ekki tímabært að ræða það á þessum tímapunkti. Við erum að einbeita okkur að þessum tveimur leikjum og ég vil bara ræða þá,“ sagði Ólafur en Ísland mætir Noregi og Kýpur í undankeppninni í byrjun september. Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag. Hann var þó reiðubúinn að svara spurningum um hvað honum þætti um þá umræðu sem hefur verið um gengi landsliðsins og hans stöðu sem landsliðsþjálfara. „Hvað hef ég langan tíma,“ spurði hann þegar Vísir spurði hann um hans álit á umræðunni. „Þessi blaðamannafundur er um þessa tvo leiki en ég gæti talað við ykkur í marga klukkutíma um það.“ „En ég gerði mér grein fyrir því þegar ég tók að mér þetta starf að það væri mikil pressa sem fylgdi því. Ég held að ég hafi sagt strax í upphafi að ég yrði afhausaður á einhverjum tímapunkti - eins og þeir sex þjálfarar sem voru á undan mér. Þeir lentu allir í þessu.“ „Það var ráðist á suma þeirra úti á götu - ég hef nú sloppið við það þó svo að ég hafi fengið nokkuð símtöl.“ „En eftir tvö ár velti ég því lengi fyrir mér hvort ég ætti að taka slaginn eða ekki. Ég gerði það og sé alls ekki eftir því í dag. Þetta hefur verið frábær tími.“ Hann segist þó feginn að þessu sé að ljúka. „Já, já - það er ágætt. En ég vissi þetta fyrir löngu.“ Var umræðan ósanngjörn að hans mati? „Ég veit það ekki. Bæði og.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. Tilkynnt var á blaðamannafundi KSÍ í dag að Ólafur myndi ljúka störfum hjá KSÍ þegar núverandi samningur hans rennur út, það er eftir að undankeppni EM 2012 lýkur. Vísir spurði Ólaf hvort að hann hafi íhugað að hætta strax þegar honum var tilkynnt um þessa niðurstöðu. „Nei,“ sagði hann einfaldlega og vildi ekki fara nánar út í þessa sálma. „Ég tel ekki tímabært að ræða það á þessum tímapunkti. Við erum að einbeita okkur að þessum tveimur leikjum og ég vil bara ræða þá,“ sagði Ólafur en Ísland mætir Noregi og Kýpur í undankeppninni í byrjun september. Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag. Hann var þó reiðubúinn að svara spurningum um hvað honum þætti um þá umræðu sem hefur verið um gengi landsliðsins og hans stöðu sem landsliðsþjálfara. „Hvað hef ég langan tíma,“ spurði hann þegar Vísir spurði hann um hans álit á umræðunni. „Þessi blaðamannafundur er um þessa tvo leiki en ég gæti talað við ykkur í marga klukkutíma um það.“ „En ég gerði mér grein fyrir því þegar ég tók að mér þetta starf að það væri mikil pressa sem fylgdi því. Ég held að ég hafi sagt strax í upphafi að ég yrði afhausaður á einhverjum tímapunkti - eins og þeir sex þjálfarar sem voru á undan mér. Þeir lentu allir í þessu.“ „Það var ráðist á suma þeirra úti á götu - ég hef nú sloppið við það þó svo að ég hafi fengið nokkuð símtöl.“ „En eftir tvö ár velti ég því lengi fyrir mér hvort ég ætti að taka slaginn eða ekki. Ég gerði það og sé alls ekki eftir því í dag. Þetta hefur verið frábær tími.“ Hann segist þó feginn að þessu sé að ljúka. „Já, já - það er ágætt. En ég vissi þetta fyrir löngu.“ Var umræðan ósanngjörn að hans mati? „Ég veit það ekki. Bæði og.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19
Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36