Enski boltinn

West Ham verður án Robbie Keane næstu sex vikurnar

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Robbie Keane byrjaði vel þegar hann skoraði í sínum fyrsta leik með West Ham í 3-1 sigri gegn Blackpool eftir félagaskiptin frá Tottenham.
Robbie Keane byrjaði vel þegar hann skoraði í sínum fyrsta leik með West Ham í 3-1 sigri gegn Blackpool eftir félagaskiptin frá Tottenham. Nordic Photos/Getty Images

Robbie Keane byrjaði vel þegar hann skoraði í sínum fyrsta leik með West Ham í 3-1 sigri gegn Blackpool eftir félagaskiptin frá Tottenham. West Ham er í mikilli fallbaráttu og Keane átti að hressa upp á sóknarleik liðsins en nú er svo komið að írski landsliðsframherjinn er meiddur og verður hann frá í allt að sex vikur.

Keane meiddist í 1-0 tapleik West Ham gegn Birmingham s.l. sunnudag. Það eru aðeins 12 leikir eftir í ensku úrvalsdeildinni og sex vikna fjarvera Keane er gríðarlegt áfall fyrir West Ham sem mætir WBA í miklum fallslag á morgun. Keane hefur ávallt verið í miklu stuði gegn WBA en hann hefur skorað 9 mörk í 15 leikjum gegn liðinu.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.



Leikir helgarinnar á Stöð 2 sport 2.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×