Enski boltinn

Verður framherjinn James Beattie í markinu hjá Blackpool?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ian Holloway knattspyrnustjóri Blackpool gæti þurft að setja markamannshanska á framherjann James Beattie.
Ian Holloway knattspyrnustjóri Blackpool gæti þurft að setja markamannshanska á framherjann James Beattie. Nordic Photos/Getty Images

Ian Holloway knattspyrnustjóri Blackpool gæti þurft að setja markamannshanska á framherjann James Beattie og henda honum í markið þegar Blackpool leikur gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Holloway hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin gefi félaginu leyfi til þess að semja við markvörð til skamms tíma þar sem að allir markverðir liðsins eru meiddir. Holloway er ekki sáttur við forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar og segir hinn litríki knattspyrnustjóri að það sé algjört grín hvernig haldið er á slíkum málum hjá ensku úrvalsdeildinni.

Paul Rachubka markvörður liðsins meiddist á hné á æfingu liðsins í gær, Matt Gilks braut hnéskel í nóvember og verður ekki klár í slaginn fyrr en eftir 6 vikur. Richard Kingson er þriðji markvörður liðsins og hann er einnig meiddur.

„Vonandi fáum við að semja við markvörðu, annað væri bara grín. Þetta er enska úrvalsdeildin og ég veit að að aðrir knattspyrnustjórar sýna þessu máli skilning," sagði Holloway en hann var sektaður á dögunum um 25.000 pund fyrir að gera of margar breytingar á liði sínu milli leikja.

Roy Carroll, fyrrum markvörður Manchester United, gæti leyst vandamálin hjá Blackpool en hann er samningslaus eftir að hafa yfirgefið danska liðið OB nýverið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×