Einhleypir karlmenn lengur við heimilisstörf en konur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2011 22:00 Það liggur svo sem ekkert fyrir um það hvort karlar eða konur verji meiri tíma í það að taka úr uppþvottavélinni. Mynd/ AFP. Einhleypir íslenskir karlmenn verja töluvert meiri tíma við heimilisstörf, en einhleypar konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson félagsfræðingur við HÍ er að vinna ásamt Þóru Kristínu Þórsdóttur, doktorsnema í félagsfræði við Manchesterháskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja einhleypir, barnslausir karlmenn að meðaltali rétt rúmlega tólf klukkustundum á viku í heimilisstörf. Einhleypar, barnslausar konur verja hins vegar rétt um níu klukkustundum á viku í heimilisstörf. Þrátt fyrir þetta verja karlarnir að meðaltali um 56 klukkustundum á viku í launaða vinnu en konur einungis um 42. Dæmið snýst hins vegar við þegar fólk er komið í sambúð. Konur í fullu starfi, í hjúskap og með börn verja nefnilega að meðaltali um 14 klukkustundum á viku í heimilisstörf, en karlar í fullu starfi, í hjúskap með börn um fjórum klukkustundum minna. Eftir sem áður verja karlarnir meiri tíma í launaða vinnu. Þau Kolbeinn og Þóra Kristín segja að skýringin á þessum mislanga tíma sem fari í heimilisstörf hjá körlum og konum eftir því hvort þau eru einhleyp eða í sambúð sé tvíþætt. Annars vegar sé um að ræða að fólk sé með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna inni á heimilinu. Þegar karlmaður og kona taki upp sambúð, þá taki konan yfir verkefni sem karlinn sinnti á meðan hann var einn og þykja ef til vill falla frekar undir kvennastörf. Hins vegar megi segja að þó að einhleypur karlmaður verji fleiri klukkustundum við heimilisstörf en einhleyp kona að þá sé ekki þar með hægt að fullyrða að karlmaðurinn vinni fleiri heimilisverk. Skýringin geti einfaldlega verið sú að konan sé skilvirkari við heimilisstörfin og þurfi því minni tíma í þau. Þóra Kristín segir mikilvægt að hafa í huga að á því rómantíska tímabili þegar fólk er að taka upp sambúð verði verkskiptingin oft til, en án þess að hún sé rædd í þaula. „Þetta er svona rómantískt tímabil þar sem fólk vill leggja ýmislegt á sig til að þóknast makanum og það er þarna sem verkskiptingin verður til," segir Þóra Kristín. Fólk setjist hins vegar aldrei niður til þess að ræða verkskiptinguna og ákveða hana í sameiningu. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Einhleypir íslenskir karlmenn verja töluvert meiri tíma við heimilisstörf, en einhleypar konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson félagsfræðingur við HÍ er að vinna ásamt Þóru Kristínu Þórsdóttur, doktorsnema í félagsfræði við Manchesterháskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja einhleypir, barnslausir karlmenn að meðaltali rétt rúmlega tólf klukkustundum á viku í heimilisstörf. Einhleypar, barnslausar konur verja hins vegar rétt um níu klukkustundum á viku í heimilisstörf. Þrátt fyrir þetta verja karlarnir að meðaltali um 56 klukkustundum á viku í launaða vinnu en konur einungis um 42. Dæmið snýst hins vegar við þegar fólk er komið í sambúð. Konur í fullu starfi, í hjúskap og með börn verja nefnilega að meðaltali um 14 klukkustundum á viku í heimilisstörf, en karlar í fullu starfi, í hjúskap með börn um fjórum klukkustundum minna. Eftir sem áður verja karlarnir meiri tíma í launaða vinnu. Þau Kolbeinn og Þóra Kristín segja að skýringin á þessum mislanga tíma sem fari í heimilisstörf hjá körlum og konum eftir því hvort þau eru einhleyp eða í sambúð sé tvíþætt. Annars vegar sé um að ræða að fólk sé með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna inni á heimilinu. Þegar karlmaður og kona taki upp sambúð, þá taki konan yfir verkefni sem karlinn sinnti á meðan hann var einn og þykja ef til vill falla frekar undir kvennastörf. Hins vegar megi segja að þó að einhleypur karlmaður verji fleiri klukkustundum við heimilisstörf en einhleyp kona að þá sé ekki þar með hægt að fullyrða að karlmaðurinn vinni fleiri heimilisverk. Skýringin geti einfaldlega verið sú að konan sé skilvirkari við heimilisstörfin og þurfi því minni tíma í þau. Þóra Kristín segir mikilvægt að hafa í huga að á því rómantíska tímabili þegar fólk er að taka upp sambúð verði verkskiptingin oft til, en án þess að hún sé rædd í þaula. „Þetta er svona rómantískt tímabil þar sem fólk vill leggja ýmislegt á sig til að þóknast makanum og það er þarna sem verkskiptingin verður til," segir Þóra Kristín. Fólk setjist hins vegar aldrei niður til þess að ræða verkskiptinguna og ákveða hana í sameiningu.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira