Einhleypir karlmenn lengur við heimilisstörf en konur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2011 22:00 Það liggur svo sem ekkert fyrir um það hvort karlar eða konur verji meiri tíma í það að taka úr uppþvottavélinni. Mynd/ AFP. Einhleypir íslenskir karlmenn verja töluvert meiri tíma við heimilisstörf, en einhleypar konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson félagsfræðingur við HÍ er að vinna ásamt Þóru Kristínu Þórsdóttur, doktorsnema í félagsfræði við Manchesterháskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja einhleypir, barnslausir karlmenn að meðaltali rétt rúmlega tólf klukkustundum á viku í heimilisstörf. Einhleypar, barnslausar konur verja hins vegar rétt um níu klukkustundum á viku í heimilisstörf. Þrátt fyrir þetta verja karlarnir að meðaltali um 56 klukkustundum á viku í launaða vinnu en konur einungis um 42. Dæmið snýst hins vegar við þegar fólk er komið í sambúð. Konur í fullu starfi, í hjúskap og með börn verja nefnilega að meðaltali um 14 klukkustundum á viku í heimilisstörf, en karlar í fullu starfi, í hjúskap með börn um fjórum klukkustundum minna. Eftir sem áður verja karlarnir meiri tíma í launaða vinnu. Þau Kolbeinn og Þóra Kristín segja að skýringin á þessum mislanga tíma sem fari í heimilisstörf hjá körlum og konum eftir því hvort þau eru einhleyp eða í sambúð sé tvíþætt. Annars vegar sé um að ræða að fólk sé með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna inni á heimilinu. Þegar karlmaður og kona taki upp sambúð, þá taki konan yfir verkefni sem karlinn sinnti á meðan hann var einn og þykja ef til vill falla frekar undir kvennastörf. Hins vegar megi segja að þó að einhleypur karlmaður verji fleiri klukkustundum við heimilisstörf en einhleyp kona að þá sé ekki þar með hægt að fullyrða að karlmaðurinn vinni fleiri heimilisverk. Skýringin geti einfaldlega verið sú að konan sé skilvirkari við heimilisstörfin og þurfi því minni tíma í þau. Þóra Kristín segir mikilvægt að hafa í huga að á því rómantíska tímabili þegar fólk er að taka upp sambúð verði verkskiptingin oft til, en án þess að hún sé rædd í þaula. „Þetta er svona rómantískt tímabil þar sem fólk vill leggja ýmislegt á sig til að þóknast makanum og það er þarna sem verkskiptingin verður til," segir Þóra Kristín. Fólk setjist hins vegar aldrei niður til þess að ræða verkskiptinguna og ákveða hana í sameiningu. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Einhleypir íslenskir karlmenn verja töluvert meiri tíma við heimilisstörf, en einhleypar konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson félagsfræðingur við HÍ er að vinna ásamt Þóru Kristínu Þórsdóttur, doktorsnema í félagsfræði við Manchesterháskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja einhleypir, barnslausir karlmenn að meðaltali rétt rúmlega tólf klukkustundum á viku í heimilisstörf. Einhleypar, barnslausar konur verja hins vegar rétt um níu klukkustundum á viku í heimilisstörf. Þrátt fyrir þetta verja karlarnir að meðaltali um 56 klukkustundum á viku í launaða vinnu en konur einungis um 42. Dæmið snýst hins vegar við þegar fólk er komið í sambúð. Konur í fullu starfi, í hjúskap og með börn verja nefnilega að meðaltali um 14 klukkustundum á viku í heimilisstörf, en karlar í fullu starfi, í hjúskap með börn um fjórum klukkustundum minna. Eftir sem áður verja karlarnir meiri tíma í launaða vinnu. Þau Kolbeinn og Þóra Kristín segja að skýringin á þessum mislanga tíma sem fari í heimilisstörf hjá körlum og konum eftir því hvort þau eru einhleyp eða í sambúð sé tvíþætt. Annars vegar sé um að ræða að fólk sé með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna inni á heimilinu. Þegar karlmaður og kona taki upp sambúð, þá taki konan yfir verkefni sem karlinn sinnti á meðan hann var einn og þykja ef til vill falla frekar undir kvennastörf. Hins vegar megi segja að þó að einhleypur karlmaður verji fleiri klukkustundum við heimilisstörf en einhleyp kona að þá sé ekki þar með hægt að fullyrða að karlmaðurinn vinni fleiri heimilisverk. Skýringin geti einfaldlega verið sú að konan sé skilvirkari við heimilisstörfin og þurfi því minni tíma í þau. Þóra Kristín segir mikilvægt að hafa í huga að á því rómantíska tímabili þegar fólk er að taka upp sambúð verði verkskiptingin oft til, en án þess að hún sé rædd í þaula. „Þetta er svona rómantískt tímabil þar sem fólk vill leggja ýmislegt á sig til að þóknast makanum og það er þarna sem verkskiptingin verður til," segir Þóra Kristín. Fólk setjist hins vegar aldrei niður til þess að ræða verkskiptinguna og ákveða hana í sameiningu.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira