Enski boltinn

Smá mistök hjá starfsmönnum Old Trafford

Þeir voru ekki margir sem tóku eftir þessum mistökum.
Þeir voru ekki margir sem tóku eftir þessum mistökum. samsett mynd/kristinn
Man. Utd sýndi Sir Alex Ferguson mikinn virðingarvott um síðustu helgi þegar félagið nefndi norðurstúkuna á Old Trafford í höfuðið á Sir Alex Ferguson.

Flestir venjulegir menn tóku ekki eftir því að nokkuð væri rangt við fráganginn á skiltinu en nú hefur komið í ljós að smávægileg mistök voru gerð.

S-ið í Ferguson snýr nefnilega öfugt. Það var skarpur maður sem tók eftir því og lét félagið vita. Búið verður að kippa þessu í liðinn fyrir næsta heimaleik Man. Utd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×