Molotov bar hlýhug til Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2011 11:49 Molotov utanríkisráðherra Stalíns kom tvívegis til Íslands á árum síðari heimstyrjaldar í leynilegri sendiför til Roosevelts Bandaríkjaforseta. Frá þessu er greint í nýútkominni bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Íslenska kommúnista. Molotov var utanríkisráðherra Sovétríkjanna um tíu ára skeið og næstráðandi Stalíns, sem sendi hann árið 1940 til Berlínar til að gera friðarsamninga við Hitler. Í bók Hannesar Hólmsteins kemur fram að Molotov kom tvívegis til Íslands í miðjum stríðsátökum vorið 1942. Hannes segir að þessari för Molotovs hafi á sínum tíma verið haldið vandlega leyndri en hann fékk upplýsingarnar úr einkaskjalasafni Bjarna Benediktssonar, þar sem greint er frá samtali sendiherra Íslands árið 1954 við Molotov sem sagðist vinsamlegur Íslendingum eftir þetta flug. Molotov kom við á Íslandi á leið til fundar við Roosevelt Bandaríkjaforseta um samninga sem ullu straumhvörfum í stríðinu, en ekki var greint opinberlega frá fundinum fyrr en eftir að Molotov var kominn heim aftur. Hannes segir að samningarnir hafi ráðið úrslitum um sigur Rússa gegn Þjóðverjum á austurvígstöðvunum og því hafi þessi ferð Molotovs verið mjög mikilvæg. Þetta reyndist mikil hættuför því Tubolev-flugvél Molotovs lenti í skotárás Þjóðverja. Molotov millilenti einnig á Íslandi á heimleiðinni, og dvaldi í rúman sólarhring í hvort sinn en svo virðist sem hann hafi ekki rætt við íslenska ráðamenn heldur eingöngu breska og bandaríska herforingja. Hannes segir að eitt Reykjavíkurblaðið virðist hafa fengið nasasjón af því að Molotov væri á Íslandi og birti um það frétt en því hafi verið harðlega mótmælt af öðrum enda hafi þetta verið strangleynilegt. Eftir stríð gegndi Molotov lykilhlutverki í skiptingu Evrópu í áhrifasvæði austurs og vesturs og Molotov-kokteilar eru kenndir við hann. Hannes segir að Molotov hafi verið mjög atkvæðamikill stjórnmálamaður í Ráðstjórnarríkjunum og það séu mikil tíðindi að hann skyldi hafa heimsótt Ísland og dvalið hér dálítinn tíma og Molotov hefði sagt eftirá að hann hefði borið hlýjan hug til Íslendinga vegna þessarar heimsóknar sinnar. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira
Molotov utanríkisráðherra Stalíns kom tvívegis til Íslands á árum síðari heimstyrjaldar í leynilegri sendiför til Roosevelts Bandaríkjaforseta. Frá þessu er greint í nýútkominni bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Íslenska kommúnista. Molotov var utanríkisráðherra Sovétríkjanna um tíu ára skeið og næstráðandi Stalíns, sem sendi hann árið 1940 til Berlínar til að gera friðarsamninga við Hitler. Í bók Hannesar Hólmsteins kemur fram að Molotov kom tvívegis til Íslands í miðjum stríðsátökum vorið 1942. Hannes segir að þessari för Molotovs hafi á sínum tíma verið haldið vandlega leyndri en hann fékk upplýsingarnar úr einkaskjalasafni Bjarna Benediktssonar, þar sem greint er frá samtali sendiherra Íslands árið 1954 við Molotov sem sagðist vinsamlegur Íslendingum eftir þetta flug. Molotov kom við á Íslandi á leið til fundar við Roosevelt Bandaríkjaforseta um samninga sem ullu straumhvörfum í stríðinu, en ekki var greint opinberlega frá fundinum fyrr en eftir að Molotov var kominn heim aftur. Hannes segir að samningarnir hafi ráðið úrslitum um sigur Rússa gegn Þjóðverjum á austurvígstöðvunum og því hafi þessi ferð Molotovs verið mjög mikilvæg. Þetta reyndist mikil hættuför því Tubolev-flugvél Molotovs lenti í skotárás Þjóðverja. Molotov millilenti einnig á Íslandi á heimleiðinni, og dvaldi í rúman sólarhring í hvort sinn en svo virðist sem hann hafi ekki rætt við íslenska ráðamenn heldur eingöngu breska og bandaríska herforingja. Hannes segir að eitt Reykjavíkurblaðið virðist hafa fengið nasasjón af því að Molotov væri á Íslandi og birti um það frétt en því hafi verið harðlega mótmælt af öðrum enda hafi þetta verið strangleynilegt. Eftir stríð gegndi Molotov lykilhlutverki í skiptingu Evrópu í áhrifasvæði austurs og vesturs og Molotov-kokteilar eru kenndir við hann. Hannes segir að Molotov hafi verið mjög atkvæðamikill stjórnmálamaður í Ráðstjórnarríkjunum og það séu mikil tíðindi að hann skyldi hafa heimsótt Ísland og dvalið hér dálítinn tíma og Molotov hefði sagt eftirá að hann hefði borið hlýjan hug til Íslendinga vegna þessarar heimsóknar sinnar.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira