Enski boltinn

Van Persie neitar ummælunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Robin van Persie hefur þvertekið fyrir að hann hafi gagnrýnt leikmenn Chelsea og spænska landsliðsins á dögunum eins og haft var eftir honum í fjölmiðlum.

Van Persie mun hafa sagt að hann væri orðinn hundþreyttur á að heyra leikmenn þessara tveggja liða kvarta og nöldra í dómurunum.

Hann neitaði þessu í viðtali sem birtist á heimasíðu Arsenal, félagsliðs hans, og sagði ummælin uppspuni.

„Ég er með landsliðinu mínu eins og er en mér finnst mikilvægt að ég leiðrétti það sem komið hefur fram í fjölmiðlum,“ sagði van Persie.

„Ég vil taka það skýrt fram að ég hef aldrei farið í viðtal við Sport 1 eða hjá neinum öðrum fjölmiðlum síðustu vikurnar. Ég hef því síður en svo látið ummæli eins og þessi fara frá mér.“

„Ég ber virðingu fyrir mínum kollegum í Chelsea og spænska landsliðinu og hlakka til að mæta þeim aftur á næstu árum. Ég vona innilega að knattspyrnuunnendur víða um heim muni ekki taka þennan ranga fréttaflutning alvarlega.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×