Erlent

Nýjar vísbendingar í hvarfi Madeleine

Talið er að Madeleine líti út eins og stúlkan á myndinni til hægri
Talið er að Madeleine líti út eins og stúlkan á myndinni til hægri
Verið er að rannsaka nýjar vísbendingar í máli Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem var rænt í Portúgal árið 2007.

Þrjátíu og fimm ára kaupsýslumaður hefur tilkynnt lögreglunni að hann hafi séð hana í fylgd með manni, sem svipar til teikningar af grunuðum ræningja, og tveimur konum fyrir utan verslunarmiðstöð í Dúbaí í nóvember síðastliðinn.

„Maðurinn leit alveg út eins og sá grunaði, með ógnvekjandi andlit, yfirvaraskegg og mjög grannur," segir kaupsýslumaðurinn í samtali við The Sun. „Konan sem var með honum var einnig rosalega grönn. Á bakvið þau sá ég litla stúlku, svona sjö til átta ára gamla, í fylgd með svartri konu með blæju."

Hann segir að stúlkan sem hann sá hafi litið út alveg eins og Madeleine litla. „Hún var með ljósbrúnt hár en það var nefið á henni og augun sem fengu mig til að hugsa að þetta væri Madeleine," segir hann en augun á Madeleine eru mjög áberandi, þar sem annað augað á henni er með brúnan blett í grænni lithimnunni.

Interpol og einkaspæjarar, á vegum foreldra Madeleine, eru nú að rannsaka þessa nýju vísbendingu .










Fleiri fréttir

Sjá meira


×