Mario Balotelli er engum líkur 29. október 2011 23:30 Af hverju ég? - Mario Balotelli spyr. Nordic Photos / Getty Images Framherjinn Mario Balotelli hagar sér eins og vanstilltur ítalskur sportbíll. Undarleg atvik utan vallar hafa einkennt ferilinn. Sigurður Elvar Þórólfsson skoðaði bakgrunn ítalska landsliðsmannsins sem stelur fyrirsögnunum í bresku blöðunum nær daglega. „Mario Balotelli er ráðgáta," sagði David Platt, aðstoðarþjálfari Manchester City, á dögunum við fréttamenn. Líklega er það besta lýsingin á hinum 21 árs gamla ítalska framherja. Skapgerð hans og uppátæki minna reyndar á íslenska veðrið. Ef „Super Mario" er á svæðinu, þá er engin lognmolla. Það má til sanns vegar færa að Balotelli sé ráðgáta sem á eftir leysa. Meira að segja hinn „sérstaki" José Mourinho gafst upp á því að reyna að ala Balotelli upp þegar þeir voru báðir hjá Inter á Ítalíu. Balotelli hefur sýnt tilburði sem benda til þess að hann sé eins og vanstilltur ítalskur sportbíll. Hávaxið vöðvatröll sem hleypur hraðar en flestir aðrir, og skotfótur hans er ekki vanstilltur. Langt því frá. Balotelli hefur átt sviðið undanfarna mánuði, þó oftast vegna furðulegra atvika utan vallar. Þar má nefna að lenda í stórkostlegum vandræðum við að klæða sig í æfingavesti við upphitun, hann lét taka sig í „bólinu" með iPad-lófatölvu á varamannabekknum í landsleik gegn Færeyjum og nýverið kveikti hann í húsinu sínu með því að kveikja á flugeldum innandyra. Nokkrum dögum síðar hófst auglýsingaherferð í Manchester um örugga notkun á flugeldum og þar var Balotelli að sjálfsögðu helsti talsmaður herferðarinnar. Í stuttu máli sagt; algjört rugl. Eflaust er það heitasta ósk forsvarsmanna Manchester City að Balotelli verði aðeins í heimsfréttum vegna afreka sinna á fótboltavellinum. „Super Mario" gaf fyrirheit um slíkt með því að skora tvívegis í 6-1 sigri Man. City gegn Englandsmeistaraliði Manchester United á Old Trafford. Ungstirnið kann að koma boltanum í markið. Á því leikur enginn vafi. Óstöðugleikinn sem einkennir hann utan vallar hefur vakið þá spurningu hvort „Super Mario" sé að að feta sömu slóð og þekktir kappar á borð við Paul Gascoigne, John Daly og Dennis Rodman. Svo einhverjir séu nefndir. Þeir sem fjalla um ensku úrvalsdeildina í fótbolta eru án efa hæstánægðir með þá ákvörðun Man. City að kaupa Balotelli frá Inter á Ítalíu. Hann talar í fyrirsögnum og það er alltaf eitthvað að frétta af kappanum. Eigandi liðsins, Sheik Mansour, hefur eflaust ekki velt því fyrir sér að kaupverðið á Balotelli slagar hátt í verðmiðann á varðskipinu Þór, stolti íslensku Landhelgisgæslunnar. Þór var 4 ár í smíðum í Síle og kostar um 5 milljarða kr. Hinn tvítugi Balotelli var verðlagður á „aðeins" 4 milljarða kr. Erfið æska og ósætti við fjölskylduna Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Man City, var ekki í vafa um að hann væri ekki að kaupa köttinn í sekknum. Mancini þekkti vel til Balotelli eftir samstarf þeirra hjá Inter. Og Mancini er ekki í vafa um að Balotelli eigi eftir að komast í hóp bestu leikmanna heims. Það þarf hins vegar að slípa demantinn aðeins betur til þess að koma honum á stall með Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. En hver er Mario Balotelli? Hann er fæddur í Palermo á Ítalíu sama ár og heimsmeistarakeppnin fór fram á Ítalíu, 1990. Foreldrar hans eru innflytjendur frá Gana og frumbernska hans var ekki dans á rósum. Balotelli glímdi frá fæðingu við alvarleg veikindi í meltingarfærum. Hann fór í fjölmargar aðgerðir og Barwuahs-hjónin frá Gana hans sáu sér ekki fært að sinna drengnum. Þegar hann var þriggja ára var hann ættleiddur af ítölsku hjónunum Francesco og Silviu Balotelli, millistéttarfólki með tvö börn – og eins og gefur að skilja eru þau hvít á hörund. „Super Mario" hefur lítið sem ekkert samband við föður sinn eða móður. Hann er sjálfur á þeirri skoðun að blóðforeldrar hans hafi yfirgefið hann þegar hann glímdi við veikindin tveggja ára gamall. „Ef ég væri ekki Mario Balotelli, þá hefðu þau ekki sýnt neinn áhuga á að hafa samband á ný," hefur fótboltamaðurinn látið hafa eftir sér. Foreldrar hans eru með aðra útgáfu af viðskilnaðinum og þau leyna ekki vonbrigðum sínum. Frumburður þeirra veit varla aura sinna tal á meðan foreldrarnir lifa við kröpp kjör í verksmiðjubæ nyrst á Ítalíu. Balotelli vill ekkert með þau hafa. Móðir hans hefur sagt að sonur hennar hafi breyst mikið. Hann hafi ávallt verið glaður, hlegið og brosið verið vörumerkið. Eitt er víst. Mario Balotelli er ekki mikil tilfinningavera á fótboltavellinum. Hann brosir ekki. Aldrei. Ekki einu sinni þegar hann skorar. Sem er mjög undarlegt. „Ég er alltaf glaður, líka þegar ég brosi ekki. Framherjar eiga að skora, það er vinnan mín og þess vegna brosi ég ekki," sagði Balotelli eftir leik þar sem hann skoraði þrennu fyrir Man. City gegn Aston Villa á síðustu leiktíð. Þá vitum við það. Mancini hefur tröllatrú á BalotelliÞað var Roberto Mancini sem fékk Balotelli til Inter árið 2007. Balotelli hafði áður farið til reynslu hjá Barcelona á Spáni, sem hafði ekki áhuga á að semja við hann. Mancini fór síðan frá Mílanóborg og hinn eini sanni José Mourinho tók við Inter. Skömmu síðar fór allt til fjandans í samskiptum Balotellis og Mourinhos. Portúgalinn setti hann í bann í janúar 2009 eftir margvísleg agavandamál. Mourinho taldi að Balotelli væri latur. Og strákurinn brást illa við gagnrýni. Hann kastaði m.a. keppnistreyju Inter í grasið eftir tapleik gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hópur stuðningsmanna Inter gerði sig líklegan til þess að ráðast á Balotelli í kjölfarið. Það má segja að Balotelli hafi lokið keppni hjá Inter með því að mæta í AC Milan-treyju í sjónvarpsspjallþætti. Það eru ekki margir sem láta sér detta svona lagað í hug. Aðeins „snillingar" á borð við Balotelli framkvæma slíkt. Eins og áður segir bíða forsvarsmenn Man. City eftir því að aðeins afrek Balotellis á fótboltavellinum verði fréttaefni. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort sú ósk rætist. Man. City er á toppi ensku úrvalsdeildinnar og næsta verkefni hjá Balotelli er í dag gegn Úlfunum. Hvað gerist veit enginn en spennandi verður það.„Af því ég er ríkur" Hinn 5. september í fyrra klessukeyrði Balotelli Audi-glæsibifreið sína. Lögreglan var kölluð á svæðið og samkvæmt starfsvenjum var ástandið á bílstjóranum kannað. Í rassvasa framherjans fann lögreglan 5.000 pund í seðlum eða rétt tæplega eina milljón íslenskra króna Þegar Balotelli var inntur eftir því af lögreglunni af hverju hann væri með hnausþykkt seðlabúnt í rassvasanum, var svarið einfalt. „Af því ég er ríkur."Hjörvar Hafliðason: Getur ekkert án Mancini Balotelli er fljótur, með góða tækni og afburða spyrnumaður. Hann þrífst best með annan mann frammi með sér eins og við sáum á sunnudaginn. En hans helsta vandamál er auðvitað hann sjálfur. Þrátt fyrir að vera orðinn 21 árs gamall hefur hann aðeins leikið fimm landsleiki og hefur í raun hvergi getað verið nema Mancini haldi í höndina á honum. Undir það síðasta hjá Mourinho var Portúgalinn búinn að fá sig fullsaddan af Balotelli og til að mynda fékk „Super Mario" ekki að spila sekúndu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra með Inter.Í kvennafangelsi Balotelli er enn sem komið er ekki skilgreindur sem „góðkunningi lögreglunnar". Sem betur fer. Hins vegar var landsliðsmaðurinn staðinn að verki í október á síðasta ári í Brescia á Ítalíu. Þar keyrði hann ásamt bróður sínum í gegnum hlið á kvennafangelsi. Að sjálfsögðu án leyfis. Hann var yfirheyrður á staðnum og sagði Balotelli forvitnina hafa tekið völdin. „Super Mario" hafði aldrei séð kvennafangelsi og hann gekk bara í það verk af miklum vilja.Guðmundur Benediktsson: Maðurinn er snillingur Hæfileikar hans á vellinum eru ótvíræðir en einnig er alveg á hreinu að hann er ekki allra. Mancini virðist ná því besta úr honum á meðan Mourinho og hann virtust ekki alltaf vera að spila sama sönginn hjá Inter," segir Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport, þegar hann var inntur eftir skoðun sinni á „Super Mario". „Ef hann heldur áfram að þróast sem knattspyrnumaður og „atvikunum" utan vallar fækkar er ég sannfærður um að við munum tala um Balotelli sem einn besta framherja Evrópu á næstu árum. Gleymum því ekki að strákurinn er aðeins 21 árs og á sín bestu ár eftir ef allt verður eðlilegt. Það er alveg ljóst að heimur íþróttafréttamanna yrði fátækari án hans í boltanum, Balotelli talar í fyrirsögnum.Pílukastið Pílukast er vinsælt á Bretlandseyjum og Balotelli er alveg með það á hreinu. Hann fór aðeins yfir strikið í æfingum sínum þegar hann kastaði graníthörðum og egghvössum pílum í leikmann unglingaliðs Man City í lok mars á þessu ári. Balotelli var með útskýringar á reiðum höndum. Honum leiddist. Skömmu áður hafði Balotelli fengið 36 milljóna kr. sekt frá Man City þar sem hann hafði fengið rautt spjald í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Dynamo Kiev. Balotelli fékk 18 milljóna króna sekt fyrir pílukastið.Mario Balotelli Fæddur 12. ágúst 1990 í Palermo á Ítalíu Hæð: 1,88 m. Leikstaða: FramherjiFerill: 2001-2005 Lumezzane, unglingalið 2005-2007 Lumezzane / 2 leikir - 0 mörk 2007-2010 Inter / 59 leikir - 20 mörk 2010- ? Manchester City / 22 leikir - 11 mörkLandsliðsferill með Ítalíu: 2008-2010 U21 / 16 leikir – 6 mörk 2010 - A-landslið / 5 leikir – 0 mörk Vikulaun: 18 milljónir kr. Árslaun: 940 milljónir kr. Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Framherjinn Mario Balotelli hagar sér eins og vanstilltur ítalskur sportbíll. Undarleg atvik utan vallar hafa einkennt ferilinn. Sigurður Elvar Þórólfsson skoðaði bakgrunn ítalska landsliðsmannsins sem stelur fyrirsögnunum í bresku blöðunum nær daglega. „Mario Balotelli er ráðgáta," sagði David Platt, aðstoðarþjálfari Manchester City, á dögunum við fréttamenn. Líklega er það besta lýsingin á hinum 21 árs gamla ítalska framherja. Skapgerð hans og uppátæki minna reyndar á íslenska veðrið. Ef „Super Mario" er á svæðinu, þá er engin lognmolla. Það má til sanns vegar færa að Balotelli sé ráðgáta sem á eftir leysa. Meira að segja hinn „sérstaki" José Mourinho gafst upp á því að reyna að ala Balotelli upp þegar þeir voru báðir hjá Inter á Ítalíu. Balotelli hefur sýnt tilburði sem benda til þess að hann sé eins og vanstilltur ítalskur sportbíll. Hávaxið vöðvatröll sem hleypur hraðar en flestir aðrir, og skotfótur hans er ekki vanstilltur. Langt því frá. Balotelli hefur átt sviðið undanfarna mánuði, þó oftast vegna furðulegra atvika utan vallar. Þar má nefna að lenda í stórkostlegum vandræðum við að klæða sig í æfingavesti við upphitun, hann lét taka sig í „bólinu" með iPad-lófatölvu á varamannabekknum í landsleik gegn Færeyjum og nýverið kveikti hann í húsinu sínu með því að kveikja á flugeldum innandyra. Nokkrum dögum síðar hófst auglýsingaherferð í Manchester um örugga notkun á flugeldum og þar var Balotelli að sjálfsögðu helsti talsmaður herferðarinnar. Í stuttu máli sagt; algjört rugl. Eflaust er það heitasta ósk forsvarsmanna Manchester City að Balotelli verði aðeins í heimsfréttum vegna afreka sinna á fótboltavellinum. „Super Mario" gaf fyrirheit um slíkt með því að skora tvívegis í 6-1 sigri Man. City gegn Englandsmeistaraliði Manchester United á Old Trafford. Ungstirnið kann að koma boltanum í markið. Á því leikur enginn vafi. Óstöðugleikinn sem einkennir hann utan vallar hefur vakið þá spurningu hvort „Super Mario" sé að að feta sömu slóð og þekktir kappar á borð við Paul Gascoigne, John Daly og Dennis Rodman. Svo einhverjir séu nefndir. Þeir sem fjalla um ensku úrvalsdeildina í fótbolta eru án efa hæstánægðir með þá ákvörðun Man. City að kaupa Balotelli frá Inter á Ítalíu. Hann talar í fyrirsögnum og það er alltaf eitthvað að frétta af kappanum. Eigandi liðsins, Sheik Mansour, hefur eflaust ekki velt því fyrir sér að kaupverðið á Balotelli slagar hátt í verðmiðann á varðskipinu Þór, stolti íslensku Landhelgisgæslunnar. Þór var 4 ár í smíðum í Síle og kostar um 5 milljarða kr. Hinn tvítugi Balotelli var verðlagður á „aðeins" 4 milljarða kr. Erfið æska og ósætti við fjölskylduna Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Man City, var ekki í vafa um að hann væri ekki að kaupa köttinn í sekknum. Mancini þekkti vel til Balotelli eftir samstarf þeirra hjá Inter. Og Mancini er ekki í vafa um að Balotelli eigi eftir að komast í hóp bestu leikmanna heims. Það þarf hins vegar að slípa demantinn aðeins betur til þess að koma honum á stall með Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. En hver er Mario Balotelli? Hann er fæddur í Palermo á Ítalíu sama ár og heimsmeistarakeppnin fór fram á Ítalíu, 1990. Foreldrar hans eru innflytjendur frá Gana og frumbernska hans var ekki dans á rósum. Balotelli glímdi frá fæðingu við alvarleg veikindi í meltingarfærum. Hann fór í fjölmargar aðgerðir og Barwuahs-hjónin frá Gana hans sáu sér ekki fært að sinna drengnum. Þegar hann var þriggja ára var hann ættleiddur af ítölsku hjónunum Francesco og Silviu Balotelli, millistéttarfólki með tvö börn – og eins og gefur að skilja eru þau hvít á hörund. „Super Mario" hefur lítið sem ekkert samband við föður sinn eða móður. Hann er sjálfur á þeirri skoðun að blóðforeldrar hans hafi yfirgefið hann þegar hann glímdi við veikindin tveggja ára gamall. „Ef ég væri ekki Mario Balotelli, þá hefðu þau ekki sýnt neinn áhuga á að hafa samband á ný," hefur fótboltamaðurinn látið hafa eftir sér. Foreldrar hans eru með aðra útgáfu af viðskilnaðinum og þau leyna ekki vonbrigðum sínum. Frumburður þeirra veit varla aura sinna tal á meðan foreldrarnir lifa við kröpp kjör í verksmiðjubæ nyrst á Ítalíu. Balotelli vill ekkert með þau hafa. Móðir hans hefur sagt að sonur hennar hafi breyst mikið. Hann hafi ávallt verið glaður, hlegið og brosið verið vörumerkið. Eitt er víst. Mario Balotelli er ekki mikil tilfinningavera á fótboltavellinum. Hann brosir ekki. Aldrei. Ekki einu sinni þegar hann skorar. Sem er mjög undarlegt. „Ég er alltaf glaður, líka þegar ég brosi ekki. Framherjar eiga að skora, það er vinnan mín og þess vegna brosi ég ekki," sagði Balotelli eftir leik þar sem hann skoraði þrennu fyrir Man. City gegn Aston Villa á síðustu leiktíð. Þá vitum við það. Mancini hefur tröllatrú á BalotelliÞað var Roberto Mancini sem fékk Balotelli til Inter árið 2007. Balotelli hafði áður farið til reynslu hjá Barcelona á Spáni, sem hafði ekki áhuga á að semja við hann. Mancini fór síðan frá Mílanóborg og hinn eini sanni José Mourinho tók við Inter. Skömmu síðar fór allt til fjandans í samskiptum Balotellis og Mourinhos. Portúgalinn setti hann í bann í janúar 2009 eftir margvísleg agavandamál. Mourinho taldi að Balotelli væri latur. Og strákurinn brást illa við gagnrýni. Hann kastaði m.a. keppnistreyju Inter í grasið eftir tapleik gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hópur stuðningsmanna Inter gerði sig líklegan til þess að ráðast á Balotelli í kjölfarið. Það má segja að Balotelli hafi lokið keppni hjá Inter með því að mæta í AC Milan-treyju í sjónvarpsspjallþætti. Það eru ekki margir sem láta sér detta svona lagað í hug. Aðeins „snillingar" á borð við Balotelli framkvæma slíkt. Eins og áður segir bíða forsvarsmenn Man. City eftir því að aðeins afrek Balotellis á fótboltavellinum verði fréttaefni. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort sú ósk rætist. Man. City er á toppi ensku úrvalsdeildinnar og næsta verkefni hjá Balotelli er í dag gegn Úlfunum. Hvað gerist veit enginn en spennandi verður það.„Af því ég er ríkur" Hinn 5. september í fyrra klessukeyrði Balotelli Audi-glæsibifreið sína. Lögreglan var kölluð á svæðið og samkvæmt starfsvenjum var ástandið á bílstjóranum kannað. Í rassvasa framherjans fann lögreglan 5.000 pund í seðlum eða rétt tæplega eina milljón íslenskra króna Þegar Balotelli var inntur eftir því af lögreglunni af hverju hann væri með hnausþykkt seðlabúnt í rassvasanum, var svarið einfalt. „Af því ég er ríkur."Hjörvar Hafliðason: Getur ekkert án Mancini Balotelli er fljótur, með góða tækni og afburða spyrnumaður. Hann þrífst best með annan mann frammi með sér eins og við sáum á sunnudaginn. En hans helsta vandamál er auðvitað hann sjálfur. Þrátt fyrir að vera orðinn 21 árs gamall hefur hann aðeins leikið fimm landsleiki og hefur í raun hvergi getað verið nema Mancini haldi í höndina á honum. Undir það síðasta hjá Mourinho var Portúgalinn búinn að fá sig fullsaddan af Balotelli og til að mynda fékk „Super Mario" ekki að spila sekúndu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra með Inter.Í kvennafangelsi Balotelli er enn sem komið er ekki skilgreindur sem „góðkunningi lögreglunnar". Sem betur fer. Hins vegar var landsliðsmaðurinn staðinn að verki í október á síðasta ári í Brescia á Ítalíu. Þar keyrði hann ásamt bróður sínum í gegnum hlið á kvennafangelsi. Að sjálfsögðu án leyfis. Hann var yfirheyrður á staðnum og sagði Balotelli forvitnina hafa tekið völdin. „Super Mario" hafði aldrei séð kvennafangelsi og hann gekk bara í það verk af miklum vilja.Guðmundur Benediktsson: Maðurinn er snillingur Hæfileikar hans á vellinum eru ótvíræðir en einnig er alveg á hreinu að hann er ekki allra. Mancini virðist ná því besta úr honum á meðan Mourinho og hann virtust ekki alltaf vera að spila sama sönginn hjá Inter," segir Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport, þegar hann var inntur eftir skoðun sinni á „Super Mario". „Ef hann heldur áfram að þróast sem knattspyrnumaður og „atvikunum" utan vallar fækkar er ég sannfærður um að við munum tala um Balotelli sem einn besta framherja Evrópu á næstu árum. Gleymum því ekki að strákurinn er aðeins 21 árs og á sín bestu ár eftir ef allt verður eðlilegt. Það er alveg ljóst að heimur íþróttafréttamanna yrði fátækari án hans í boltanum, Balotelli talar í fyrirsögnum.Pílukastið Pílukast er vinsælt á Bretlandseyjum og Balotelli er alveg með það á hreinu. Hann fór aðeins yfir strikið í æfingum sínum þegar hann kastaði graníthörðum og egghvössum pílum í leikmann unglingaliðs Man City í lok mars á þessu ári. Balotelli var með útskýringar á reiðum höndum. Honum leiddist. Skömmu áður hafði Balotelli fengið 36 milljóna kr. sekt frá Man City þar sem hann hafði fengið rautt spjald í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Dynamo Kiev. Balotelli fékk 18 milljóna króna sekt fyrir pílukastið.Mario Balotelli Fæddur 12. ágúst 1990 í Palermo á Ítalíu Hæð: 1,88 m. Leikstaða: FramherjiFerill: 2001-2005 Lumezzane, unglingalið 2005-2007 Lumezzane / 2 leikir - 0 mörk 2007-2010 Inter / 59 leikir - 20 mörk 2010- ? Manchester City / 22 leikir - 11 mörkLandsliðsferill með Ítalíu: 2008-2010 U21 / 16 leikir – 6 mörk 2010 - A-landslið / 5 leikir – 0 mörk Vikulaun: 18 milljónir kr. Árslaun: 940 milljónir kr.
Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira