Íslenski boltinn

Lars hættur að taka í vörina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Þegar menn hugsa um Svíþjóð dettur flestum í hug munntóbak eða snus. Ótrúlegur fjöldi Svía tekur í vörina og það þykir hinn eðlilegasti hlutur í Svíþjóð. Það lá því beint við að spyrja Svíann hvort hann notaði munntóbak?„Ég gerði það á sínum tíma. Ég byrjaði 15 ára gamall en hætti fyrir HM 2010. Ég tók því ansi lengi í vörina og löngunin hverfur ekki. Ég á það til að fá mér í vörina ef einhver vinur minn býður mér upp á það en ég nota ekki munntóbak að staðaldri," sagði Lagerbäck, en honum var ekki kunnugt um að KSÍ stæði fyrir átakinu „Bagg er bögg" sem er ætlað að draga úr munntóbaksnotkun.„Það er þá gott að ég er hættur fyrst KSÍ er í þessu átaki."Átakið varð fyrir ákveðnu áfalli þegar forveri Lagerbäcks, Ólafur Jóhannesson, sást með neftóbak í leik hér heima á dögunum. Hann baðst þá afsökunar og lofaði að gera það aldrei aftur.Ólafur stóð þó ekki við loforðið því í lokaleik hans í Portúgal sást aftur til hans með tóbakshornið á bekknum.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.