Breytingarnar verða að koma ofan frá Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Gylfi Þór Orrason. Umræða um leikaraskap í knattspyrnunni koma upp með reglulegu milibili og er núverandi keppnistímabil í Pepsi-deild karla engin undantekning. Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar, segir vissulega um vandamál að ræða. „En þetta er vandamál sem er á heimsvísu," sagði hann. „Og sumir vilja að við eigum að taka öðruvísi á hlutunum hér en er gert úti í heimi. En þá fáum við alltaf spurningar um af hverju þetta megi ekki á Íslandi þegar leikmenn stóru félaganna út í heimi stunda þetta mikið. Ég tel að frumkvæðið að slíkum breytingum verði að koma ofan frá – frá FIFA eða UEFA," sagði Gylfi. Hann segir að knattspyrnumenn taki meira mark á reglubreytingum ef þær komi úr alþjóðlega umhverfinu. „Annars ná þær engri fótfestu," sagði Gylfi. „Sjálfur myndi ég fagna slíkum breytingum. Það þarf að taka harðar á þessum svindlurum. Þeir verða líka að átta sig á því að fyrst og fremst eru þeir að svíkja félaga sína – leikmenn annarra liða. Allir eru þetta jú knattspyrnumenn." Gylfi segir að leikaraskap eða uppgerð (e. simulation) megi setja í þrjá flokka. „Að falla án snertingar, að gera mikið úr lítilli snertingu og að vera upphafsmaður snertingarinnar. Það er að segja að leikmaður sem sækir sér brot með því að setja löppina út og krækja í andstæðinginn. Allt eru þetta brot sem eiga að leiða til áminningar," sagði Gylfi. Þegar leikmaður fellur til jarðar með tilheyrandi sársaukalátum segir Gylfi að dómarar séu vissulega tregir til að áminna slíka menn, sé grunur um uppgerð. „Þeir sjá mann sem er emjandi á jörðinni og eru miður sín út af þessu. Þeir velta því fyrir sér hvort þeir hafi misst af einhverju sem varð til þess að leikmaðurinn meiddist svo illa. En svo kemur kraftaverkasvampurinn, maðurinn stendur upp og dómarinn áttar sig á öllu saman. En þá er það of seint," sagði Gylfi. En hvað með að starfrækja aganefnd sem styðst við myndbandsupptökur til að takast á við slík tilvik? „Það yrði erfitt fyrir okkur enda flestir leikir teknir upp á eina myndavél –ekki 25 eins og á stærstu leikjunum úti í heimi. Oft er hægt að leiða líkur að því að viðkomandi hafi verið að svindla en það er líka erfitt að fullyrða það." Hann segir þó að dómarar myndu ekkert hafa á móti því að tekið yrði sérstaklega á málum sem þessum. „Við viljum þetta út úr leiknum eins og allir sannir knattspyrnuáhugamenn. En frumkvæðið að svona breytingum verði að koma ofan frá - frá þessum stóru og sterku." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Umræða um leikaraskap í knattspyrnunni koma upp með reglulegu milibili og er núverandi keppnistímabil í Pepsi-deild karla engin undantekning. Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar, segir vissulega um vandamál að ræða. „En þetta er vandamál sem er á heimsvísu," sagði hann. „Og sumir vilja að við eigum að taka öðruvísi á hlutunum hér en er gert úti í heimi. En þá fáum við alltaf spurningar um af hverju þetta megi ekki á Íslandi þegar leikmenn stóru félaganna út í heimi stunda þetta mikið. Ég tel að frumkvæðið að slíkum breytingum verði að koma ofan frá – frá FIFA eða UEFA," sagði Gylfi. Hann segir að knattspyrnumenn taki meira mark á reglubreytingum ef þær komi úr alþjóðlega umhverfinu. „Annars ná þær engri fótfestu," sagði Gylfi. „Sjálfur myndi ég fagna slíkum breytingum. Það þarf að taka harðar á þessum svindlurum. Þeir verða líka að átta sig á því að fyrst og fremst eru þeir að svíkja félaga sína – leikmenn annarra liða. Allir eru þetta jú knattspyrnumenn." Gylfi segir að leikaraskap eða uppgerð (e. simulation) megi setja í þrjá flokka. „Að falla án snertingar, að gera mikið úr lítilli snertingu og að vera upphafsmaður snertingarinnar. Það er að segja að leikmaður sem sækir sér brot með því að setja löppina út og krækja í andstæðinginn. Allt eru þetta brot sem eiga að leiða til áminningar," sagði Gylfi. Þegar leikmaður fellur til jarðar með tilheyrandi sársaukalátum segir Gylfi að dómarar séu vissulega tregir til að áminna slíka menn, sé grunur um uppgerð. „Þeir sjá mann sem er emjandi á jörðinni og eru miður sín út af þessu. Þeir velta því fyrir sér hvort þeir hafi misst af einhverju sem varð til þess að leikmaðurinn meiddist svo illa. En svo kemur kraftaverkasvampurinn, maðurinn stendur upp og dómarinn áttar sig á öllu saman. En þá er það of seint," sagði Gylfi. En hvað með að starfrækja aganefnd sem styðst við myndbandsupptökur til að takast á við slík tilvik? „Það yrði erfitt fyrir okkur enda flestir leikir teknir upp á eina myndavél –ekki 25 eins og á stærstu leikjunum úti í heimi. Oft er hægt að leiða líkur að því að viðkomandi hafi verið að svindla en það er líka erfitt að fullyrða það." Hann segir þó að dómarar myndu ekkert hafa á móti því að tekið yrði sérstaklega á málum sem þessum. „Við viljum þetta út úr leiknum eins og allir sannir knattspyrnuáhugamenn. En frumkvæðið að svona breytingum verði að koma ofan frá - frá þessum stóru og sterku."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira