Erlent

Breti telur sig hafa fundið Madeleine McCann

Foreldrar Madeleine McCann hafa ekki gefið upp vonina um að finna dóttur sína, en taka fréttum frá Indlandi með miklum fyrirvara. Nordicphotos/AFP
Foreldrar Madeleine McCann hafa ekki gefið upp vonina um að finna dóttur sína, en taka fréttum frá Indlandi með miklum fyrirvara. Nordicphotos/AFP
Bresk kona á ferðalagi um Norður-Indland telur sig hafa fundið Madeleine McCann, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir fjórum árum. Hún er átta ára gömul, sé hún á lífi. Lögreglan á Indlandi hefur tekið DNA-sýni úr stúlkunni sem leiða eiga sannleikann í ljós.

Konan var í hópi ferðamanna þegar hún sá stúlku sem henni þótti líkjast Madeleine. Frönsk kona og belgískur maður voru með stúlkunni og fullyrða þau að þau séu líffræðilegir foreldrar hennar. Litlu munaði að til handalögmála kæmi þegar bandarískur maður reyndi að taka stúlkuna af fólkinu.

Fram kemur á vef breska dagblaðsins Daily Mail að foreldrar Madeleine taki þessum fréttum með miklum fyrirvara, enda sé þetta ekki í fyrsta skipti sem einhver telur sig hafa séð Madeleine á þeim fjórum árum sem liðin eru frá hvarfi hennar.

Karen og Gerry McCann, foreldrar Madeleine, gáfu nýverið út bók um hvarf hennar. Þau hyggjast nota ágóðann af sölu bókarinnar til að fjármagna áframhaldandi leit að dóttur sinni. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×