Leiknir hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14.00 í dag þar sem félagið mun kynna til leiks nýjan þjálfara félagsins.
Willum Þór Þórsson er sterklega orðaður við félagið en Leiknir hefur verið í viðræðum við Willum eftir að hann hætti hjá Keflavík.
Willum sagði í samtali við Vísi á dögunum að hann hefði ekkert á móti því að stýra liði í 1. deildinni.
