Enski boltinn

Reina gefur til kynna að hann verði áfram í Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Markvörðurinn Pepe Reina hefur gefið til kynna að hann verði áfram hjá Liverpool eftir að félagið gekk frá ráðningu Kenny Dalglish til næstu þriggja ára.

Reina var ítrekað sagður á förum frá Liverpool í haust er liðinu gekk illa undir stjórn Roy Hodgson. Liðinu hefur hins vegar gengið mun betur á vormánuðum.

„Ég hlakka mikið til næsta tímabils. Það var vissulega smá efi í deesember og janúar því þá vorum við á allt öðrum stað en við erum nú á," sagði Reina við enska fjölmiðla.

„Við fengum frábærar fréttir þegar Kenny Dalglish skrifaði undir nýja samninginn, rétt eins og Steve Clark og allir aðrir í þeirra starfsliði."

„Við erum nú að stefna í rétta átt og erum bjartsýnir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×