Íslenski boltinn

Enn spenna í toppbaráttunni - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR og Valur gerðu 1-1 jafntefli í toppslagnum í Pepsi-deild karla í gærkvöldi en Valsmenn tryggðu sér jafntefli á lokamínútu leiksins eftir að hafa orðið fyrir því óhappi að skora sjálfsmark nokkrum mínútum fyrr.

Halldór Kristinn Halldórsson varð bæði skúrkur og hálfgerð hetja með þriggja mínútna millibli því hann lagði upp jöfnunarmarkið aðeins þremur mínútum eftir að hafa skorað sjálfsmark.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á KR-vellinum í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Mynd/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×