Umfjöllun: Lennon tryggði Frömurum sinn fyrsta sigur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2011 12:48 Framarar unnu langþráðan sigur í Víkinni í kvöld en Framliðinu hafði ekki tekist að vinna í fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Skotinn Steven Lennon tryggði Fram 1-0 sigur í lok fyrri hálfleiks í sínum fyrsta leik í Frambúningnum. Baráttan var allsráðandi á Víkingsvelli og lítið um fallega spilkafla. Liðin voru greinilega nokkuð stressuð enda mikið undir. Dauðafærin létu á sér standa en bæði lið áttu þokkalegar marktilraunir án þess að markverðir liðanna hefðu mikið að gera. Eina mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks og var af skrýtnari gerðinni. Arnar Gunnlaugsson sendi boltann yfir miðverði Víkinga inn á Steven Lennon. Skotinn elti boltann en Magnús Þormar kom út á móti og ætlaði að skalla boltann í burtu. Því miður fyrir Magnús skoppaði boltinn yfir hann, Lennon náði til hans og setti í netið. Lennon var í miklu kapphlaupi við Mark Rutgers sem pressaði hann en sem betur fer fyrir Lennon tókst honum að koma boltanum yfir línuna. Markið kom á 43. mínútu og úr fyrsta dauðafæri leiksins. Skömmu síðar fékk Viktor Jónsson gott skallafæri en setti boltann framhjá. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri. Fátt um fína drætti en bæði lið seldu sig dýrt. Dómari leiksins þurfti að nota flautuna mun meir en æskilegt er. Undir lokin fékk Þorvaldur Sveinn Sveinsson leikmaður Víkings sitt annað gula spjald og þar með rautt. Víkingum tókst ekki að skapa sér dauðafæri og létu reyndar aðeins einu sinni reyna á Ögmund í marki Framara sem var öruggur í öllum sínum aðgerðum í kvöld. Að leiknum loknum munar aðeins stigi á Frömurum í botnsætinu og Víkingum í sætinu fyrir ofan. TölfræðiSkot (á mark): 6-13 (1-4) Varin skot: Magnús 3 – Ögmundur 1 Horn: 6-7 Aukaspyrnur fengnar: 13-24 Rangstöður: 1-2 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Framarar unnu langþráðan sigur í Víkinni í kvöld en Framliðinu hafði ekki tekist að vinna í fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Skotinn Steven Lennon tryggði Fram 1-0 sigur í lok fyrri hálfleiks í sínum fyrsta leik í Frambúningnum. Baráttan var allsráðandi á Víkingsvelli og lítið um fallega spilkafla. Liðin voru greinilega nokkuð stressuð enda mikið undir. Dauðafærin létu á sér standa en bæði lið áttu þokkalegar marktilraunir án þess að markverðir liðanna hefðu mikið að gera. Eina mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks og var af skrýtnari gerðinni. Arnar Gunnlaugsson sendi boltann yfir miðverði Víkinga inn á Steven Lennon. Skotinn elti boltann en Magnús Þormar kom út á móti og ætlaði að skalla boltann í burtu. Því miður fyrir Magnús skoppaði boltinn yfir hann, Lennon náði til hans og setti í netið. Lennon var í miklu kapphlaupi við Mark Rutgers sem pressaði hann en sem betur fer fyrir Lennon tókst honum að koma boltanum yfir línuna. Markið kom á 43. mínútu og úr fyrsta dauðafæri leiksins. Skömmu síðar fékk Viktor Jónsson gott skallafæri en setti boltann framhjá. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri. Fátt um fína drætti en bæði lið seldu sig dýrt. Dómari leiksins þurfti að nota flautuna mun meir en æskilegt er. Undir lokin fékk Þorvaldur Sveinn Sveinsson leikmaður Víkings sitt annað gula spjald og þar með rautt. Víkingum tókst ekki að skapa sér dauðafæri og létu reyndar aðeins einu sinni reyna á Ögmund í marki Framara sem var öruggur í öllum sínum aðgerðum í kvöld. Að leiknum loknum munar aðeins stigi á Frömurum í botnsætinu og Víkingum í sætinu fyrir ofan. TölfræðiSkot (á mark): 6-13 (1-4) Varin skot: Magnús 3 – Ögmundur 1 Horn: 6-7 Aukaspyrnur fengnar: 13-24 Rangstöður: 1-2 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn