Enski boltinn

Rússneskur viðskiptajöfur keypti Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson, til hægri, í leik með Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson, til hægri, í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images
Portsmouth hefur enn og aftur skipt um eigendur en rússneskur viðskiptamaður, Vladimir Antonov, hefur tekið yfir félagið fyrir sautján milljónir punda.

Antonov þykir umdeildur en hann hefur hagnast á bankastarfssemi og íþróttarekstri. Hann á til að mynda banka í Litháen sem fékk ekki starfsleyfi í Bretlandi eftir að fjármálayfirvöld í Bretlandi fengu ófullnægjandi svör um starfssemina.

Hann er 36 ára gamall og auðæfi metin á um 200 milljarða. Fjölskylda hans hefur verið sögð tengd skipulagðri glæpastarfssemi. Ekkert hefur þó sannast á Antonov.

Þetta er í fjórða sinn sem skipt er um eigendur hjá Portsmouth á aðeins tveimur árum. Stuðningsmenn liðsins eru nú vongóðir um að félagið komist aftur aá beinu brautina eftir mikla fjárhagserfiðleika.

Hermann Hreiðarsson landsliðsfyrirliði er á mála hjá Portsmouth og er sem stendur að skoða samningstilboð frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×