Enski boltinn

Voru að pæla í úrslitakeppni um síðasta Meistaradeildarsætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas og Rafael Van der Vaart.
Lucas og Rafael Van der Vaart. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar voru að skoða þann möguleika að taka upp úrslitakeppni í lok deildarkeppninnar þar sem í boði væri eitt sæti í Meistaradeildarinni á næsta tímabili.

Talað var um að liðin í fjórða til sjöunda sæti myndu fara í úrslitakeppnina sem yrði með svipuðu sniði og úrslitakeppnirnar í neðri deildunum. Hefði slík keppni farið fram í ár þá hefðu Arsenal-Everton og Tottenham-Liverpool mæst í undanúrslitunum í ár.

Mörg félög fögnuðu þessari hugmynd en stóru klúbbarnir eins og Manchester United, Chelsea og Arsenal voru á móti henni. Ein af rökunum á móti slíkri úrslitakeppni var að hún myndi rekast á úrslitaleiki í enska bikarnum og Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×