Enski boltinn

Ancelotti gefur lítið fyrir sögusagnir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur ekki áhyggjur af þeim sögusögnum að leikur liðsins gegn Newcastle í dag verður sá síðasti á Stamford Bridge undir hans stjórn.

Chelsea vann engan titil í vor og hafa verið þrálátar sögusagnir um að Ancelotti verði skipt út nú í sumar.

„Ég vil ekki hugsa um hvort þetta verði minn síðasti heimaleikur. Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni en ég er ekki taugaóstyrkur. Ég er rólegur,“ sagði Ancelotti við enska fjölmiðla.

„Ég ætla mér að stilla upp mínu sterkasta liði, vinna leikinn og þakka stuðningsmönnum okkar fyrir tímabilið.“

„Þeir hafa stutt okkur vel í ár þrátt fyrir að tímabilið hafi ekki verið auðvelt fyrir þá.“

„Hvort þetta verði síðasti heimaleikur minn eða ekki verður að koma í ljós. Við verðum að sjá til hvað gerist í lok tímabilsins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×