Enski boltinn

Suarez kláraði Stoke - Man. City pakkaði Úlfunum saman

Suarez skoraði tvö frábær mörk í kvöld.
Suarez skoraði tvö frábær mörk í kvöld.
Úrúgvæinn Luis Suarez var hetja Liverpool í kvöld er liðið sótti Stoke City heim á Britannia-völlinn. Suarez skoraði bæði mörk Liverpool í 1-2 sigri.

Stoke var talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komst yfir rétt fyrir hlé með marki frá Kenwyne Jones á 44. mínútu. Suarez jafnaði leikinn á 54. mínútu með glæsilegu einstaklingsframtaki. Klobbaði einn varnarmann Stoke og lagði boltann smekklega í fjærhjornið. Glæsilegt mark.

Hann skoraði svo sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Fékk sendingu frá Jordan Henderson í teiginn og afgreiddi færið vel. Stuðningsmönnum Liverpool fannst aftur á móti ekki eins upplífgandi er hann haltraði af velli fjórum mínútum síðar.

Wolves komst óvænt yfir gegn Man. City á 17. mínútu en þar með var sagan öll. City skoraði fimm mörk í röð og kláraði leikinn. Edin Dzeko með tvö og Adam Johnson og Samir Nasri einnig á skotskónum. Wolves skoraði eitt sjálfsmark.

Jamie O´Hara minnkaði muninn í 2-5 og þar við sat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×