Innlent

Sigmundur Davíð missti sjö kíló á einum mánuði

Boði Logason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nú 101,1 kíló en fyrir um mánuði síðan var hann 108 kíló.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nú 101,1 kíló en fyrir um mánuði síðan var hann 108 kíló.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, er nú 101,1 kíló en hann hefur misst samtals 6,9 kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um mánuði síðan.

Megrunin fólst í því að borða einungis íslenskan mat og nefndist átakið: Íslenski kúrinn. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og hefur hann nú misst tæplega sjö kíló á einum mánuði.

Um hádegisbilið í dag birti hann stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þess efnis að hann væri kominn til Helsinki, höfuðborgar Finnlands en þar er hann með utanríkismálanefnd. „Formaður nefndarinnar og ritarinn höfðu rætt um að taka með harðfisk, slátur og skyr fyrir mig. Svo kom í ljós að þetta hafði átt að vera einhvers konar grín," skrifar Sigmundur.

Hann segist þó ætla að borða finnskan mat í Finnlandi enda er mánuðurinn, sem hann ætlaði einungis að borða íslenskan mat, liðinn. „Mánuður liðinn en rétt að framlengja og heimila heimamat á hverjum stað."

Mánudagurinn 22. ágúst: 108 kíló

Mánudagurinn 29. ágúst:106 kíló

Mánudagurinn 5. september:104,1 kíló

Mánudagurinn 12. september:102,4 kíló

Mánudagurinn 19. september:101,1 kíló

Hann hefur því samtals misst 6,9 kíló á þessum mánuði.

Eins og sjá má hér að ofan missti Sigmundur minnst í síðustu viku, eða 1,3 kíló. Mikið var að gera í þinginu í síðustu viku og sátu þingmenn oft fram eftir kvöldi í þingsal.




Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð ekki hættur í megrun - 5,6 kíló farin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er ekki hættur í megrun, ef marka má Facebook-síðu hans nú fyrir nokkrum mínútum. Þar segist hann hafa setið fastur í þinginu þar til klukkan eitt í nótt og gleymt að færa inn nýjustu tölur.

Sigmundur Davíð grennist hratt - sex kíló farin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og þingmaður, hefur misst tvö kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um viku síðan. Þegar átakið hófst var hann 108 kíló en er nú 106 kíló.

Sigmundur Davíð hættur í megrun?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem gaf það út fyrir þremur vikum síðan að hann væri farinn í megrun, birti ekki tölur um þyngd sína í gær - líkt og hann sagðist ætla að gera alla mánudaga. Menn velta því nú fyrir sér hvort að hann sé hættur í átakinu.

Sigmundur Davíð er 108 kíló og ætlar í megrun

„Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megrunarkúr sem ég hlýt að kalla íslenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslenskan mat," skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á heimasíðu sína.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×