Enski boltinn

Ótrúleg tölfræði hjá Mick McCarthy

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Það var ekki helsta fréttaefni helgarinnar að Wolves vann Sunderland 3-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn var engu að síður áhugaverður fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn sem Mick McCarthy þjálfari Wolves fagnar sigri í úrvalsdeildarleik á heimavelli Sunderland, Stadium of Light, en kaldhæðnin í þeirri tölfræði felst í því að Írinn stýrði liði Sunderland í þrjú ár.

Undir hans stjórn náði liðið ekki að vinna heimaleik í úrvalsdeildinni en liðið tapað 15 heimaleikjum og gerði 4 jafntefli.

Wolves er í 16. sæti fyrir lokaumferðina með 40 stig en þar fyrir neðan eru Birmingham, Blackpool og Wigan með 39 stig og West Ham er þegar fallið með 33 stig. Wolves mætir Blackburn á heimavelli í lokaumferðinn næsta sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×