Enski boltinn

Kean fékk nýjan samning hjá Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Kean, stjóri Blackburn.
Steve Kean, stjóri Blackburn. Noric Photos / Getty Images
Samkvæmt enska dagblaðinu The Mirror í dag hefur Steve Kean skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn, þrátt fyrir að hann sé gríðarlega óvinsæll hjá stuðninigsmönnum félagsins.

Mótmæli hafa verið haldin af stuðningsmönnum gegn Kean sem þeir vilja í burtu frá félaginu sem allra fyrst. Um síðust helgi var flugvél flogið yfir heimavöll félagsins með borða í eftirdragi sem á stóð: „Steve Kean Out“.

En eigendur Blackburn hafa tröllatrú á sínum manni. Þeir hafa hækkað Kean í launum og gefið honum lengri samning, en sá gamli átti að renna út árið 2013.

Kean er 44 ára gamall og var ráðinn eftir að Sam Allardyce var rekinn á síðasta keppnistímabili. Blackburn hefur gengið illa í haust og er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir ellefu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×