Enski boltinn

Balotelli: Ég er ekki klikkaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Mario Balotelli segir að hann fái oft ósanngjarna meðhöndlun í enskum fjölmiðlum og hann sé í raun ekki „klikkaður“.

Balotelli hefur oft komist í fréttirnar vegna ýmissa atvika utan knattspyrnuvallarins og segir hann enska fjölmiðla einblína um of á einkalífið hans.

„Þeir fjalla meira um einkalífið mitt en það sem ég geri á knattspyrnuvellinum,“ sagði Balotelli. „Það er svo sem eðlilegt en ég verð oft þreyttur á þessu. Og ef ég myndi ekki gera það sem ég geri öllu jöfnu myndi mér leiðast.“

„Ég er ekki klikkaður, langt í frá. Jafnvel þó svo að ég geri stundum hluti sem eru svolítið stkrýtnir. Ensku blöðin, eins og The Sun, eru verri en ítölsku blöðin. The Sun setur allsberar konur á forsíðuna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×