Enski boltinn

Bramble lýsir sig saklausan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Titus Bramble, varnarmaður Sunderland, segist vera saklaus af tveimur ákærum um kynferðislega áreitni.

Bramble svaraði fyrir sig í dómssal í gær en hann er ákærður fyrir að ráðast á tvær konur með kynferðislegum hætti á sama kvöldi fyrr í haust. Eitt atvikið átti sér stað á næturklúbbi og hitt í leigubíl síðar um kvöldið.

Hann var reyndar líka kærður fyrir að kasta af sér vatni fyrir utan lögreglustöð. Forráðamenn Sunderland hafa þegar ákveðið að sekta Bramble fyrir að koma óorði á félagið, eins og það var orðað í yfirlýsingu.

Bramble hefur ekkert spilað með Sunderland síðan að málið komst í fréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×