Íslenski boltinn

Gunnar Jarl má ekki tjá sig í fjölmiðlum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Jarl Jónsson.
Gunnar Jarl Jónsson. Mynd/Anton
Vísir hafði samband við Gunnar Jarl Jónsson knattspyrnudómara vegna ummæla Willums Þórs Þórssonar, þjálfara Keflavíkur, eftir leik liðsins gegn KR í gær.

Willum gagnrýndi Gunnar Jarl harkalega fyrir dómgæsluna í leiknum, þá sérstaklega þegar hann leyfði jöfnunarmarki KR að standa í leiknum eftir að brotið var á leikmanni Keflavíkur.

Gunnar Jarl sagði að hann mætti ekki tjá sig í fjölmiðlum vegna dómgæslunnar en það er sú lína sem dómaranefnd KSÍ hefur markað undanfarin misseri.

Viðtalið við Willum má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Willum: Sorgleg frammistaða hjá Gunnari

„Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og mér fannst strákarnir berjast eins og ljón allan leikinn,“sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×