Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Keflavík í 2. umferð Pepsi-deildar karla í gær.
Pétur var heldur ósáttur við dóminn en hann fékk reisupassann undir lok leiksins. „Mummi (Guðmundur Reynir Gunnarsson) lenti í klafsi við Guðjón Árna Antoníusson, leikmann Keflavíkur, og þeir duttu báðir niður fyrir framan varamannaskýli Keflvíkinga," sagði Pétur í samtali við Vísi.
„Þá stóðu allir upp sem voru á bekknum hjá Keflavík og byrjuðu að drulla yfir Mumma á meðan hann lá meiddur í grasinu."
„Ég fór yfir til þess að verja minn mann og fékk rautt fyrir það. Ég veit ekki hvað reglurnar segja en mér finnst þetta nokkuð hart. Sérstaklega þegar mið er tekið af því að Keflvíkingar voru með læti nánast allan leikinn á meðan við Rúnar (Kristinsson, þjálfari KR) sögðum varla neitt allar 90 mínúturnar."
Þess má geta að Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, fékk áminningu undir lok leiksins.
„Ég viðurkenni fúslega að ég notaði ekki réttu orðin þegar ég fór að verja leikmanninn en það er sama, mér fannst þetta engu að síður hart."
„Það áttu fleiri að fljúga út af en ég," bætti Pétur við.
Pétur Pétursson fékk rauða spjaldið í gær
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

Féll fimm metra við að fagna marki
Fótbolti



Frimpong strax úr leik hjá Liverpool
Enski boltinn
