Íslenski boltinn

Eyjamenn gefa ekkert eftir - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamenn sóttu þrjú stig í Árbæinn í gær þegar þeir unnu 3-1 sigur á heimamönnum í Fylki og minnkuðu forskot KR-inga á toppi Pepsi-deildar karla í tvö stig. Tryggvi Guðmundsson var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora tvö mörk og leggja upp það þriðja.

Eyjamenn voru þarna að kveðja Eið Aron Sigurbjörnsson sem er á leiðinni til Svíþjóðar og þeir voru 3-0 yfir í leiknum þegar hann fékk heiðursskiptingu á 84. mínútu leiksins. ÍBV-liðið fékk aðeins á sig 9 mörk í þeim tólf deildarleikjum sem hann spilaði í sumar.

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Fylkisvellinum í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×