Enski boltinn

Tomkins í enska U-21 landsliðshópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James Tomkins hér til hægri.
James Tomkins hér til hægri. Nordic Photos / Getty Images
James Tomkins var í dag valinn í enska U-21 landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í stað Micah Richards sem á við meiðsli að stríða.

Tomkins er 22 ára gamall og er á mála hjá West Ham. Hann á að baki níu leiki með U-21 liði Englands en komst ekki í upphaflegan 23 manna hóp Stuart Pearce, landsliðsþjálfara.

England mætir Noregi í æfingaleik á sunnudaginn en leikur sinn fyrsta leik á mótinu í Danmörku gegn Spánverjum þann 12. júní.

Ísland er í hinum riðlinum á mótinu og mætir Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik þann 11. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×