Allir búnir að fá nóg af þessu máli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2011 07:00 Paddy Kenny, markvörður QPR, lætur hér John Terry, fyrirliða Chelsea, heyra það í leik liðanna í síðasta mánuði. Í sama leik á Terry að hafa notað kynþáttaníð um Anton Ferdinand, liðsfélaga Heiðars Helgusonar. Mynd/Nordic Photos/Getty Fótbolti Enskir fjölmiðlar hafa fjallað um fátt annað meira á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni en kynþáttafordóma og meint kynþáttaníð leikmanna á milli. John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, hefur verið í hringiðu umræðunnar eftir að hann var sakaður um að hafa notað niðrandi orð í garð Antons Ferdinand, varnarmanns QPR, í leik liðanna fyrr í haust. Leik þessara grannliða frá Lundúnum lauk með 1-0 sigri QPR, en Heiðar Helguson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Í gær var mánuður liðinn síðan ásakanirnar í garð Terry komu fram og er enn engin niðurstaða komin, hvorki úr rannsókn enska knattspyrnusambandsins né lögreglunnar í Lundúnum. Heiðar segir að síðan þá hafi leikmenn QPR rætt þetta mál mikið sín á milli en þeir óski sér helst að það verði leitt til lykta sem allra fyrst. Óvissan er orðin þreytandi„Þetta hefur verið mjög mikið rætt og ég held að við allir séum komnir með nóg af þessu máli,“ sagði Heiðar við Fréttablaðið um helgina og telur að seinagangurinn í rannsókn málsins hafi gert illt verra. „Það eru allir komnir með nóg vegna þess að enska knattspyrnusambandið hefur ekki gert neitt í þessu. Sú óvissa um hvort og hvað verði gert í málinu hefur hangið yfir liðinu í langan tíma. Það verður að fara að drífa þetta af.“ Kynþáttaníð hefur verið ansi áberandi í haust, bæði út af þessu máli og deilu Luis Suarez og Patrice Evra. Svo blandaði Sepp Blatter, forseti FIFA, sér í umræðuna á eftirminnilegan máta þegar hann sagði að allar slíkar deilur mætti leysa með handabandi í lok leikja. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem trúðurinn í FIFA kemur fram með skrautleg ummæli og enskir fjölmiðlar hafa velt sér mikið upp úr því. Það er bara óskandi að þetta leysist sem fyrst fyrir alla aðila,“ segir Heiðar, sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri QPR á Stoke um helgina. Hann segir stemninguna mjög góða í herbúðum liðsins. Stjórinn er klókur„Frammistaða okkar í síðustu leikjum endurspeglar hversu góður liðsandi er innan hópsins. Við erum allir mjög samstilltir,“ segir Heiðar, en QPR er nú í níunda sæti deildarinnar. „Kannski hélt stjórinn [Neil Warnock] að við þyrftum lengri tíma til að ná saman en hann hefur verið mjög klókur í sínum leikmannakaupum. Hann hefur keypt leikmenn sem hafa reynslu og vita út á hvað enska úrvalsdeildin gengur. Það getur verið erfitt að kaupa erlenda leikmenn sem þurfa svo tíma til að aðlagast boltanum. Við höfum bara ekki tíma til þess.“ Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Fótbolti Enskir fjölmiðlar hafa fjallað um fátt annað meira á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni en kynþáttafordóma og meint kynþáttaníð leikmanna á milli. John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, hefur verið í hringiðu umræðunnar eftir að hann var sakaður um að hafa notað niðrandi orð í garð Antons Ferdinand, varnarmanns QPR, í leik liðanna fyrr í haust. Leik þessara grannliða frá Lundúnum lauk með 1-0 sigri QPR, en Heiðar Helguson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Í gær var mánuður liðinn síðan ásakanirnar í garð Terry komu fram og er enn engin niðurstaða komin, hvorki úr rannsókn enska knattspyrnusambandsins né lögreglunnar í Lundúnum. Heiðar segir að síðan þá hafi leikmenn QPR rætt þetta mál mikið sín á milli en þeir óski sér helst að það verði leitt til lykta sem allra fyrst. Óvissan er orðin þreytandi„Þetta hefur verið mjög mikið rætt og ég held að við allir séum komnir með nóg af þessu máli,“ sagði Heiðar við Fréttablaðið um helgina og telur að seinagangurinn í rannsókn málsins hafi gert illt verra. „Það eru allir komnir með nóg vegna þess að enska knattspyrnusambandið hefur ekki gert neitt í þessu. Sú óvissa um hvort og hvað verði gert í málinu hefur hangið yfir liðinu í langan tíma. Það verður að fara að drífa þetta af.“ Kynþáttaníð hefur verið ansi áberandi í haust, bæði út af þessu máli og deilu Luis Suarez og Patrice Evra. Svo blandaði Sepp Blatter, forseti FIFA, sér í umræðuna á eftirminnilegan máta þegar hann sagði að allar slíkar deilur mætti leysa með handabandi í lok leikja. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem trúðurinn í FIFA kemur fram með skrautleg ummæli og enskir fjölmiðlar hafa velt sér mikið upp úr því. Það er bara óskandi að þetta leysist sem fyrst fyrir alla aðila,“ segir Heiðar, sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri QPR á Stoke um helgina. Hann segir stemninguna mjög góða í herbúðum liðsins. Stjórinn er klókur„Frammistaða okkar í síðustu leikjum endurspeglar hversu góður liðsandi er innan hópsins. Við erum allir mjög samstilltir,“ segir Heiðar, en QPR er nú í níunda sæti deildarinnar. „Kannski hélt stjórinn [Neil Warnock] að við þyrftum lengri tíma til að ná saman en hann hefur verið mjög klókur í sínum leikmannakaupum. Hann hefur keypt leikmenn sem hafa reynslu og vita út á hvað enska úrvalsdeildin gengur. Það getur verið erfitt að kaupa erlenda leikmenn sem þurfa svo tíma til að aðlagast boltanum. Við höfum bara ekki tíma til þess.“
Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira