Enski boltinn

O'Hara til Wolves fyrir 5 milljónir punda

Jamie O'Hara fagnar í leik með Wolves.
Jamie O'Hara fagnar í leik með Wolves. Mynd/Getty Images
Enski miðvallarleikmaðurinn Jamie O'Hara hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Wolves frá Tottenham. O'Hara skrifaði undir fjögurra ára samning við Wolves en hann var á láni hjá liðinu í vetur. Kaupverðið er fimm miljónir punda að því er fram kemur í breskur fjölmiðlum.

O'Hara fór á láni til Wolves í janúarglugganum og spilaði stórt hlutverk með liðinu. Fyrsti leikur hans með Wolves var sigurleikur gegn Englandsmeisturum Manchester United. Leikurinn var sá fyrsti sem United tapaði á tímabilinu.

Þá var hann á skotskónum í lokaleik tímabilsins gegn Blackburn þegar liðið bjargaði sér frá falli í dramatískri lokaumferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×