Enski boltinn

Fyrirliði bandaríska 17 ára liðsins til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marc Pelosi er til vinstri.
Marc Pelosi er til vinstri. Mynd/Nordic Photos/Getty
Marc Pelosi hefur gert samning við Liverpool en hann kemur frá De Anza Force liðinu í Kaliforníu. Liverpool tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í dag.

Marc Pelosi hefur skorað 8 mörk í 28 landsleikjum fyrir 17 ára lið Bandaríkjanna og var fyrirliði liðsins á HM 17 ára landsliði sem fram fór í Mexíkó í sumar.

Marc Pelosi er fæddur 17. júní 1994 en hann er 183 sentimetrar á hæð og er eldfljótur miðjumaður sem getur bæði spilað sem varnar- og sóknatengiliður.

„Við erum staðráðnir í að leita uppi efnilegustu leikmennina í heiminum og við erum mjög ánægðir með að fá Marc til félagsins," sagði Frank McParland yfirmaður knattspyrnuakademíu Liverpool.

Marc Pelosi var orðaður við Liverpool í sumar og sóttist þá eftir að komast að hjá stórum klúbbi í Evrópu. Hann mun byrja hjá akademíu Liverpool en svo verður fróðlegt að fylgjast með hversu fljótur hann er að vinna sér sæti í leikmannahópi félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×