Íslenski boltinn

Baldur samdi við KR til 2014

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baldur Sigurðsson í leik með KR í sumar.
Baldur Sigurðsson í leik með KR í sumar. Mynd/Valli
Baldur Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslands- og bikarmeistara KR og er hann nú samningsbundinn félaginu til 2014.

Balur var lykilmaður í liði KR í sumar eins og undanfarin ár en alls skoraði hann níu mörk í alls 26 leikjum í deild og bikar.

Þetta eru góð tíðindi fyrir KR-inga en nýlega framlengdi Kjartan Henry Finnbogason samning sinn við liðið til 2014.

Baldur er 26 ára Mývetningur sem hóf feril sinn með Völsungi. Hann gekk í raðir Keflavíkur árið 2005 en hefur leikið með KR undanfarin þrjú tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×