Passaði sig á því að skjóta alla tvisvar 23. júlí 2011 18:30 Sérsveitarmenn komu á eyjuna og yfirbuguðu byssumanninn. Hér sést hvar ungmenni fela sig fyrir árásarmanninum. Mynd/AFP Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Annar maður var handtekinn í dag í tengslum við atburði gærdagsins. Hann er meðlimur ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en norskir fjölmiðlar telja hverfandi líkur á því að hann tengist voðaverkum Anders Behring Breivik. Norska lögreglan staðfesti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi að öllum líkindum átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Breivik er talinn hafa sprengt sprengju í stjórnarráðshverfinu í Osló til að beina athygli lögreglunnar frá skotárásinni sem hann hóf skömmu síðar í Útey. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Thorbjørn Vereide segir að maðurinn hafi skotið alla þá sem stóðu þarna. Í byrjun hafi þau verið 30 sem stóðu þarna við ströndina. Þegar maðurinn hafi byrjað að skjóta hafi þau bara verið fimm eða sex sem voru eftir. Hann hafi skotið ótrúlega mörgum skotum á stuttum tíma. „Hann passaði sig á því að skjóta alla tvisvar. Hann skaut vini mína sem reyndu að synda í land og fólk sem reyndi að fela sig í tjöldunum eða í skógionum," sagði hinn 22 ára gamli Vereide í samtali við NRK í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan Breivik að öllum líkindum verða ákærðan fyrir hryðjuverk en ef hann er fundinn sekur er hámarksrefsingin tuttugu og eitt ár. Lögreglan tók þó sérstaklega fram að málið væri enn í rannsókn og grundvöllur ákærunnar gæti því breyst. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, heimsótti þá sem lifðu af árásina og aðstandendur hinna látnu í Sundvollen skammt frá Útey í dag ásamt norsku konungsfjölskyldunni. Tala látinna er komin í nítú og tvo en enn er óttast að sú tala kunni að hækka. Lík sem hafa fundist hafa verið flutt á sjúkrahús í Osló og lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á þá látnu. Það gæti þó tekið nokkra daga. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Annar maður var handtekinn í dag í tengslum við atburði gærdagsins. Hann er meðlimur ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en norskir fjölmiðlar telja hverfandi líkur á því að hann tengist voðaverkum Anders Behring Breivik. Norska lögreglan staðfesti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi að öllum líkindum átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Breivik er talinn hafa sprengt sprengju í stjórnarráðshverfinu í Osló til að beina athygli lögreglunnar frá skotárásinni sem hann hóf skömmu síðar í Útey. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Thorbjørn Vereide segir að maðurinn hafi skotið alla þá sem stóðu þarna. Í byrjun hafi þau verið 30 sem stóðu þarna við ströndina. Þegar maðurinn hafi byrjað að skjóta hafi þau bara verið fimm eða sex sem voru eftir. Hann hafi skotið ótrúlega mörgum skotum á stuttum tíma. „Hann passaði sig á því að skjóta alla tvisvar. Hann skaut vini mína sem reyndu að synda í land og fólk sem reyndi að fela sig í tjöldunum eða í skógionum," sagði hinn 22 ára gamli Vereide í samtali við NRK í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan Breivik að öllum líkindum verða ákærðan fyrir hryðjuverk en ef hann er fundinn sekur er hámarksrefsingin tuttugu og eitt ár. Lögreglan tók þó sérstaklega fram að málið væri enn í rannsókn og grundvöllur ákærunnar gæti því breyst. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, heimsótti þá sem lifðu af árásina og aðstandendur hinna látnu í Sundvollen skammt frá Útey í dag ásamt norsku konungsfjölskyldunni. Tala látinna er komin í nítú og tvo en enn er óttast að sú tala kunni að hækka. Lík sem hafa fundist hafa verið flutt á sjúkrahús í Osló og lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á þá látnu. Það gæti þó tekið nokkra daga.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira