Erlent

Myrti eiginmann til að vernda dóttur sína

Hún sagðist hafa myrt eiginmann sinn áður en hann gat snert dóttur sína.
Hún sagðist hafa myrt eiginmann sinn áður en hann gat snert dóttur sína. mynd/AFP
Lögreglan í Karachi í Pakistan hefur handtekið 32 ára gamla konu fyrir að myrða eiginmann sinn. Hún reyndi að losa sig við líkið með því að sjóða það.

Konan var handtekinn í gær eftir nágrannar hennar kvörtuðu undan hræðilegri lykt.

Bróðursonur hennar er sakaður um að hafa hjálpað henni við verknaðinn.

Pakistanska sjónvarpsstöðin ARY náði tali af konunni. Hún sagði fréttamanni að eiginmaður hennar hefði viljað sofa hjá dóttur þeirra.

Hún sagðist hafa myrt eiginmann sinn áður en hann gat snert dóttur sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×