Leikskipulag og liðsheild lykilþættir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2011 08:30 Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari Íslands, og Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundi KSÍ í gær. Mynd/Vilhelm Í hádeginu í gær var eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna afhjúpað þegar að það fékkst staðfest að hinn sænski Lars Lagerbäck yrði næsti þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Ólafi Jóhannessyni, en aðstoðarmaður Lagerbäcks verður Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson, sem hefur náð frábærum árangri með ÍBV síðustu tvö ár. „Þetta eru forréttindi fyrir mig," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég er ánægður með að hafa fengið þetta starf, enda eru öll mín kynni af íslenskri knattspyrnu af hinu góða. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu." Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sparaði ekki lofið. „Lars er í hópi reyndustu landsliðsþjálfara Evrópu og það er mikill fengur fyrir íslenska knattspyrnu að fá hann til starfa. Heimir hefur síðan staðið sig mjög vel og hefur menntað sig mikið í þjálfarafræðum. Það er ljóst að við höfum ráðið mjög færa þjálfara til starfa." Lagerbäck er þó enn að störfum hjá sænska knattspyrnusambandinu, þar sem hann hefur starfað sem ráðgjafi. Samningur hans við Svíana rennur út um áramótin og þá mun hann hefja störf að fullu. Margt líkt með Íslandi og SvíþjóðLagerbäck starfaði í tólf ár sem þjálfari sænska landsliðsins; fyrstu tvö árin sem aðstoðarþjálfari og næstu fjögur sem aðalþjálfari í samstarfi við Tommy Söderberg áður en hann tók alfarið við starfinu sjálfur. Hann óttast ekki að að koma inn í starfsumhverfi sem er minna í sniðum en hann hefur vanist. „Ég tel að það sé margt líkt með íslenskri knattspyrnu og þeirri sænsku. Bæði lönd eiga til að mynda marga leikmenn sem eru í atvinnumennsku erlendis og miðað við mína reynslu er viðhorf knattspyrnumanna hér á landi mjög gott," sagði Lagerbäck. Hann hafði ekki áhyggjur af því að fjárhagur KSÍ væri ekki jafn sterkur og hjá knattspyrnusamböndum stærri landa, eins og Svíþjóðar. „Ef við erum að tala um peninga eru stærstu upphæðirnar í boltanum í dag í kringum leikmannakaup. Það er síðan allt annað mál þegar kemur að undirbúningi landsliða fyrir leiki. Öll landslið fá jafn marga daga og því snýst þetta meira um ferðakostnað og hversu dýr hótel eru valin. Ég vonast til að ég geti undirbúið íslenska landsliðið jafn vel fyrir leiki og ég undirbjó það sænska." Eigum möguleika eins og allirLagerbäck segir að Ísland hafi verið nokkuð heppið með riðil í undankeppni HM 2014. „Þetta er jafn riðill og nokkuð áhugaverður. Ég tel að öll lið eigi möguleika ef þau undirbúa sig vel og eru skipulögð í sínum leik. Hvort það verður nóg í tilfelli Íslands er of snemmt að segja til um," sagði Lagerbäck. Hann nefndi tvö atriði til sögunnar sem hann lítur á sem lykilþátt í starfi landsliðsþjálfara. „Það fyrsta er að hann verður að skipuleggja leik liðsins eins vel og mögulegt er. Á þeim tólf árum sem ég eyddi sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar fóru um 70 prósent tímans í að undirbúa leikskipulagið. Hitt sem ég vil nefna er að skapa góða liðsheild, jafnt innan vallar sem utan. Hún verður að vera jákvæð því öðruvísi mun liðið aldrei ná árangri," sagði hann og sendi síðan leikmönnum skýr skilaboð. „Þeir sem vilja spila með landsliðinu verða að vera tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram. Annars eiga þeir ekkert erindi í liðið." Spurður hvort það væri raunhæft markmið að fara með Ísland á HM sagði hann nauðsynlegt að útiloka ekki neitt. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Ísland er lítið land en við verðum samt að gefa þessu möguleika. Ég vil vinna fótboltaleiki – ég er ekki hrifinn af því að tapa." Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira
Í hádeginu í gær var eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna afhjúpað þegar að það fékkst staðfest að hinn sænski Lars Lagerbäck yrði næsti þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Ólafi Jóhannessyni, en aðstoðarmaður Lagerbäcks verður Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson, sem hefur náð frábærum árangri með ÍBV síðustu tvö ár. „Þetta eru forréttindi fyrir mig," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég er ánægður með að hafa fengið þetta starf, enda eru öll mín kynni af íslenskri knattspyrnu af hinu góða. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu." Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sparaði ekki lofið. „Lars er í hópi reyndustu landsliðsþjálfara Evrópu og það er mikill fengur fyrir íslenska knattspyrnu að fá hann til starfa. Heimir hefur síðan staðið sig mjög vel og hefur menntað sig mikið í þjálfarafræðum. Það er ljóst að við höfum ráðið mjög færa þjálfara til starfa." Lagerbäck er þó enn að störfum hjá sænska knattspyrnusambandinu, þar sem hann hefur starfað sem ráðgjafi. Samningur hans við Svíana rennur út um áramótin og þá mun hann hefja störf að fullu. Margt líkt með Íslandi og SvíþjóðLagerbäck starfaði í tólf ár sem þjálfari sænska landsliðsins; fyrstu tvö árin sem aðstoðarþjálfari og næstu fjögur sem aðalþjálfari í samstarfi við Tommy Söderberg áður en hann tók alfarið við starfinu sjálfur. Hann óttast ekki að að koma inn í starfsumhverfi sem er minna í sniðum en hann hefur vanist. „Ég tel að það sé margt líkt með íslenskri knattspyrnu og þeirri sænsku. Bæði lönd eiga til að mynda marga leikmenn sem eru í atvinnumennsku erlendis og miðað við mína reynslu er viðhorf knattspyrnumanna hér á landi mjög gott," sagði Lagerbäck. Hann hafði ekki áhyggjur af því að fjárhagur KSÍ væri ekki jafn sterkur og hjá knattspyrnusamböndum stærri landa, eins og Svíþjóðar. „Ef við erum að tala um peninga eru stærstu upphæðirnar í boltanum í dag í kringum leikmannakaup. Það er síðan allt annað mál þegar kemur að undirbúningi landsliða fyrir leiki. Öll landslið fá jafn marga daga og því snýst þetta meira um ferðakostnað og hversu dýr hótel eru valin. Ég vonast til að ég geti undirbúið íslenska landsliðið jafn vel fyrir leiki og ég undirbjó það sænska." Eigum möguleika eins og allirLagerbäck segir að Ísland hafi verið nokkuð heppið með riðil í undankeppni HM 2014. „Þetta er jafn riðill og nokkuð áhugaverður. Ég tel að öll lið eigi möguleika ef þau undirbúa sig vel og eru skipulögð í sínum leik. Hvort það verður nóg í tilfelli Íslands er of snemmt að segja til um," sagði Lagerbäck. Hann nefndi tvö atriði til sögunnar sem hann lítur á sem lykilþátt í starfi landsliðsþjálfara. „Það fyrsta er að hann verður að skipuleggja leik liðsins eins vel og mögulegt er. Á þeim tólf árum sem ég eyddi sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar fóru um 70 prósent tímans í að undirbúa leikskipulagið. Hitt sem ég vil nefna er að skapa góða liðsheild, jafnt innan vallar sem utan. Hún verður að vera jákvæð því öðruvísi mun liðið aldrei ná árangri," sagði hann og sendi síðan leikmönnum skýr skilaboð. „Þeir sem vilja spila með landsliðinu verða að vera tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram. Annars eiga þeir ekkert erindi í liðið." Spurður hvort það væri raunhæft markmið að fara með Ísland á HM sagði hann nauðsynlegt að útiloka ekki neitt. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Ísland er lítið land en við verðum samt að gefa þessu möguleika. Ég vil vinna fótboltaleiki – ég er ekki hrifinn af því að tapa."
Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira