Enski boltinn

Hvorki Ívar né Brynjar Björn í hópnum hjá Reading

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Björn í leik með Reading á tímabilinu.
Brynjar Björn í leik með Reading á tímabilinu. Nordic Photos / Getty Images
Reading mætir í dag Swansea í úrslitaleik umspilskeppninnar um úrvalsdeildarsætið. Hvorki Ívar Ingimarsson né Brynjar Björn Gunnarsson eru í leikmannahópi Reading en leikurinn hefst klukkan 14.00.

Brynjar Björn kom síðast við sögu hjá Reading í upphafi mánaðarins þegar að liðið vann 2-1 sigur á Derby. Ívar spilaði síðast með liðinu í byrjun apríl. Óvíst er hvað tekur við hjá þeim félögum en samningar þeirra beggja við Reading renna út í sumar.

Leikurinn fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum en talað er um úrslitaleik umspilskeppninnar í B-deildinni sem einn mikilvægasta í knattspyrnuheiminum ár hvert þar sem gríðarlegir fjármunir eru í húfi fyrir liðið sem kemst upp í ensku úrvalsdeildina. Talið er að um 90 milljónir punda, eða meira en 17 milljarðar króna, séu í húfi fyrir liðið sem ber sigur úr býtum í dag.

Hægt er að fylgjast með leiknum í Boltavakt Vísis hér fyrir neðan. Hann er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×