Umfjöllun: Þórsarar áhorfendur gegn Grindvíkingum Stefán Árni Pálsson á Grindavíkurvelli skrifar 30. maí 2011 14:48 Mynd/Vilhelm Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-1, gegn nýliðum Þórs í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Grindavík. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndur, en það skoraði Robbie Winters. Þórsarar voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og náðu Grindvíkingar að bæta við tveimur mörkum fyrir leikhlé. Grindvíkingar gulltryggðu síðan sigurinn með einu marki í síðari hálfleik úr víti. Þórsarar klóruðu í bakkann undir lokin og skoruðu ágætt mark. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi hafist vel, en fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik þegar Grindvíkingar komust í 1-0. Robbie Winters fékk boltann inn í vítateig gestanna og þrumaði honum í þaknetið. Heimamenn voru alls ekki hættir og komust í 2-0 nokkrum mínútum síðar þegar Yacine Si Salem vippaði boltanum yfir Rajkovic, markvörð Þórs. Gestirnir voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og Grindvíkingar fengu að spila sinn leik alveg óáreittir. Þegar um tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum fengu heimamenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Þórsara. Jóhann Helgason, leikmaður Grindvíkingar tók spyrnuna og klíndi boltanum í netið. Frábært mark frá Jóhanni en í atvikinu þá meiddist leikmaðurinn og þurfti að fara rakleitt útaf. Staðan var 3-0 í hálfleik og leikurinn í raun búinn . Síðari hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútunni að Þórsarar myndu aldrei komast inn í leikinn. Grindvíkingar fengu vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þegar Atli Jens Albertsson, leikmaður Þórs, braut virkilega klaufalega á Robbie Winters og Vilhjálmur Alvar gat lítið annað gert en að dæma vítaspyrnu. Alexander Magnússon, leikmaður Grindvíkinga, steig á punktinn og skoraði alveg hreint frábært mark úr vítaspyrnunni. Alexander skaut í skrefinu með vinstri fót, en leikmaðurinn er réttfættur. Rajkovic, markvörður Þórs, vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara og átti ekki möguleika í skotið. Þórsarar náðu aðeins að klóra í bakkann í restina þegar Ingi Freyr Hilmarsson skoraði eina mark gestanna í leiknum, en hann fékk boltann inn í teig eftir mikið klafs og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Niðurstaðan því 4-1 sigur Grindvíkinga, en leikurinn í kvöld var án efa besti leikur heimamanna í sumar. Þórsarar þurfa að fara í ýtarlega naflaskoðun ef þeir ætla ekki að falla lóðrétt niður í 1.deild á ný. Grindavík 4 – 1 Þór 1-0 Robert Winters (1.) 2-0 Yacine Si Salem (9.) 3-0 Jóhann Helgason (35.) 4-0 Alexander Magnússon, víti (70.) 4-1 Ingi Freyr Hilmarsson (84.) Skot (á mark): 12 – 6 (7-4) Varin skot: Óskar 3 – 3 Rajkovic Horn: 6 – 2 Aukaspyrnur fengnar: 17 – 11 Rangstöður: 1-2 Áhorfendur: 407 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 8Grindavík (4-3-3) Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 7 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 Bogi Rafn Einarsson 6 (66. Ray Anthony Jónsson 5) Paul McShane 7 Jóhann Helgason 6 (36. Óli Baldur Bjarnason5 ) Jamie Patrick McCunnie 6 Yacine Si Salem 7 Robbie Winters 8* maður leiksins ( 73. Magnús Björgvinsson 5) Michal Popisil 6Þór (4-3-3) Srdjan Rajkovic 4 Gísli Páll Helgason 4 (45. Atli Sigurjónsson 5 ) Atli Jens Albertsson 3 Þorsteinn Ingason 5 Aleksandar Linta 5 (74. Ingi Freyr Hilmarsson 6) Janez Vrenko 6 Ármann Pétur Ævarsson 6 Gunnar Már Guðmundsson 5 Sveinn Elías Jónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 5 David Disztl 3 (63. Ottó Hólm Reynisson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-1, gegn nýliðum Þórs í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Grindavík. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndur, en það skoraði Robbie Winters. Þórsarar voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og náðu Grindvíkingar að bæta við tveimur mörkum fyrir leikhlé. Grindvíkingar gulltryggðu síðan sigurinn með einu marki í síðari hálfleik úr víti. Þórsarar klóruðu í bakkann undir lokin og skoruðu ágætt mark. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi hafist vel, en fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik þegar Grindvíkingar komust í 1-0. Robbie Winters fékk boltann inn í vítateig gestanna og þrumaði honum í þaknetið. Heimamenn voru alls ekki hættir og komust í 2-0 nokkrum mínútum síðar þegar Yacine Si Salem vippaði boltanum yfir Rajkovic, markvörð Þórs. Gestirnir voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og Grindvíkingar fengu að spila sinn leik alveg óáreittir. Þegar um tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum fengu heimamenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Þórsara. Jóhann Helgason, leikmaður Grindvíkingar tók spyrnuna og klíndi boltanum í netið. Frábært mark frá Jóhanni en í atvikinu þá meiddist leikmaðurinn og þurfti að fara rakleitt útaf. Staðan var 3-0 í hálfleik og leikurinn í raun búinn . Síðari hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútunni að Þórsarar myndu aldrei komast inn í leikinn. Grindvíkingar fengu vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þegar Atli Jens Albertsson, leikmaður Þórs, braut virkilega klaufalega á Robbie Winters og Vilhjálmur Alvar gat lítið annað gert en að dæma vítaspyrnu. Alexander Magnússon, leikmaður Grindvíkinga, steig á punktinn og skoraði alveg hreint frábært mark úr vítaspyrnunni. Alexander skaut í skrefinu með vinstri fót, en leikmaðurinn er réttfættur. Rajkovic, markvörður Þórs, vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara og átti ekki möguleika í skotið. Þórsarar náðu aðeins að klóra í bakkann í restina þegar Ingi Freyr Hilmarsson skoraði eina mark gestanna í leiknum, en hann fékk boltann inn í teig eftir mikið klafs og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Niðurstaðan því 4-1 sigur Grindvíkinga, en leikurinn í kvöld var án efa besti leikur heimamanna í sumar. Þórsarar þurfa að fara í ýtarlega naflaskoðun ef þeir ætla ekki að falla lóðrétt niður í 1.deild á ný. Grindavík 4 – 1 Þór 1-0 Robert Winters (1.) 2-0 Yacine Si Salem (9.) 3-0 Jóhann Helgason (35.) 4-0 Alexander Magnússon, víti (70.) 4-1 Ingi Freyr Hilmarsson (84.) Skot (á mark): 12 – 6 (7-4) Varin skot: Óskar 3 – 3 Rajkovic Horn: 6 – 2 Aukaspyrnur fengnar: 17 – 11 Rangstöður: 1-2 Áhorfendur: 407 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 8Grindavík (4-3-3) Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 7 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 Bogi Rafn Einarsson 6 (66. Ray Anthony Jónsson 5) Paul McShane 7 Jóhann Helgason 6 (36. Óli Baldur Bjarnason5 ) Jamie Patrick McCunnie 6 Yacine Si Salem 7 Robbie Winters 8* maður leiksins ( 73. Magnús Björgvinsson 5) Michal Popisil 6Þór (4-3-3) Srdjan Rajkovic 4 Gísli Páll Helgason 4 (45. Atli Sigurjónsson 5 ) Atli Jens Albertsson 3 Þorsteinn Ingason 5 Aleksandar Linta 5 (74. Ingi Freyr Hilmarsson 6) Janez Vrenko 6 Ármann Pétur Ævarsson 6 Gunnar Már Guðmundsson 5 Sveinn Elías Jónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 5 David Disztl 3 (63. Ottó Hólm Reynisson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira