Enski boltinn

Redknapp: Warnock gæti vel þjálfað enska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, sem helst hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Englands, telur að Neil Warnock, stjóri QPR, sé góður kostur í starfið.

Redknapp er nú stjóri Tottenham en talið er langlíklegast að hann muni taka við Fabio Capelli sem landsliðsþjálfari þegar sá síðarnefndi lætur af störfum eftir úrslitakeppni EM 2012 í sumar.

Warnock þykir umdeildur enda oftar en ekki komið nokkuð skrautlega fyrir í fjölmiðlum. En Redknapp segir að árangurinn tali sínu máli.

„Ég er viss um að hann myndi standa sig vel,“ sagði Redknapp. „Neil hefur staðið sig mjög vel. QPR reyndi í mörg ár að komast upp en honum tókst það fyrsta heila tímabilið sem hann stýrði liðinu. Ég tel að hann fái ekki það hrós sem hann á skilið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×