Tap Fram gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld fór í skapið á leikmönnum Fram og einhverjir þeirra tóku reiði sína út á hurðum Vodafonevallarins eftir leikinn.
Fyrirliði Fram, Kristján Hauksson, gekk þó ansi hart fram eftir leikinn er hann hrinti starfsmanni Vals á leið sinni af vellinum. Eftir því sem heimildir Vísis herma stjakaði Kristján afar hraustlega við starfsmanninum án nokkurrar ástæðu.
Kristján lamdi svo og sparkaði í hurðir á leið sinni inn í klefa en Framarar virðast ekki höndla mótlætið vel. Þeir hafa ekki enn unnið leik í sumar og eru með eitt stig.
Aðstoðarþjálfari Fram, Jóhann Ingi Jóhannsson, fékk að líta gula spjaldið eftir leikinn. Hann flúði inn í klefa áður en hægt var að gefa honum spjaldið og tók sér drjúgan tíma í að koma fram til þess að ræða við menn eftir því sem heimildir Vísis herma.
Fyrirliði Fram hrinti starfsmanni Vals
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Fleiri fréttir
